Vikan


Vikan - 29.09.1960, Qupperneq 3

Vikan - 29.09.1960, Qupperneq 3
og honum tilkynnt, að það væru eiginlega ekki til neinir bílasalar — þeir sem, að því sem hringjarinn vildi halda fram, væru rang- lega kallaðir svo af almenningi, væru „bara menn“, sem ýmsir kunningjar fengju til að selja fyrir sig bíl, ef svo bæri undir, af því að þeir nenntu ekki að standa í því sjálfir. Þetta gerðu kunningjarnir vitanlega bara vegna þess að þeir vissu ekki aðeins sjálfir, að hann væri stálheiðarlegur, heldur og að allur almenningur vissi það, og svo væri sá hinn sami beðinn að selja annan bíl, og þann- ig gengi það koll af kolli. Og hringjarinn kvaðst fullyrða, að þeir sem seldu marga bíla fyrir aðra, væru svo strangheiðarlegir, að sVindl þekktist ekki hjá þeim, en annað væri með þá, sem væru að braska við að selja bíl sinn sjálfir — það veitti ekki af að hafa gát á þeim . . . Hnefaleikar bannaðir . . . Kæra Vika. Hvernig stendur á því aS linefaleikar eru bann- aðir hér á landi, en leyfðir í öllum helztu menn- ingarlöndum? Erum viS ekki þarna, sem oftar, aS setja okkur á háan hest og gefa öSrum tæki- færi til að hlæja aS okkur fyrir mont og merk- legheit? Og liver hefur ráSið þessu, ég á viS, hefur þjóSin sjálf nokkurntima verið spurS? Hvernig stendur á aS nokkrir fábjánar mega Pósturinn skipa öllum aS gera ekki þetta, án þess aS spyrja þjóSina? ViS crum aS minnsta kosti half menningarþjoS a mots viS þær, sem leyfa hnefa- leikana, svo aS þetta er bara hlægilegt. Ég hef iSkaS hnefaleika og veit hvaS ég er aS tala um. Virðingarfyllst, Hnefill. Við trúum því vel, eftir lestur bréfsins, að þér hafið iðkað hnefaleika; trúum því líka, þótt ekki sé það fram tekið í bréfinu, að þér hafið einhverntíma fengið rothögg. Hvort- tveggja finnst okkur heldur en hitt renna stoðurn undir það að ekki sé með öllu ástæðu- laust að banna hnefaleika. Að spyrja þjóðina ___ jú, það hefði kannski verið viðkunnan- legra; en ætli það hefði þá ekki leitt til ósam- komulags og cf til vill slagsmála, og svo má það æra óstöðugan að vera sífellt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvað lítið sem er. Syngja þær dauðar — og það inn á hljómplötur? Kæri póstur. Ég var aS lesa það i útlendu hlaði, aS það var stúlka, sem söng inn á hljómplötur fyrir dægurlagastjörnu, sem var dauð, en bara eng- inn látinn vita þaS, og stúlkan sem söng sagSi frá þessu sjálf i greininni, en þó ekki hvaSa stjarna þetta hefði veriS, því aS þaS sagSist hún ekki mega, en hún fékk rosakaup. Ef þetta væri satt, þá gæti vel veriS aS viS værum oft að hlusta á aSra en sagt er á plötunum; mér finnst þetta agalegt svindl og ég veit að ég hef ekki hálft gaman af dægurlagasöng af plötum á eftir. Vinsamlegast. Tortryggin. Þetta er svo sem ekki nema eftir þeim þarna úti. Þeir kunna á svindlið þar. Og þar að auki styður þetta þá skoðun, sem við höfðum fyrir, að dægurlagasöngur væri varla vænlegur til langlífs, hvorki söngvurum né hlustendum. Og til munu þeir, sem hafa þá skoðun að það sé nokkurnveginn sama hvort sú stjarna, sem inn á hljómplötu syngur, er dauð eða lifandi. ELECTRDLLX Odyrastur allra lcæliskápa af þessari stærS. 7,1 Kubikfet Kr. 9.600.oo t-iitun? ELECTROLUX—UMBOÐIÐ: Laugavegi 176. Simi 36200. VIJCAN 3

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.