Vikan


Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 23

Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 23
ÚtgefandW* VIKAN H.F. Rltsti 6r// RítstjóV/y Gísli si/ ' // jUcðsson (ábm.) Augjá/ __ ... ■' j ju» u»un ÁsTjr' 'nsastión. •7 rn Mugnusson Fr# ■7 rn Mugnusson. /’' nkvasmdastjórl: imar A. iKristjánsson. ' 1. ■ :Rrutlórn °S auaíýsing/r; Skípholtl 33. Slmar; 35320, 3S32I, 3/j22. Pósthólí 149. Afgrclðsla og dreifinq/ Blaðad reff I n g, Mildubraut 15, sln/ / 501/, Verð i lausa- sölu kr. 15 Ásl/ Ærverð er 200 kr. árí' þnðjungslcga/gj(yrjrfram. prer)t. un: niloiit , M/ndamót: Rafgraf h.f. Wð /o/ð Vikuna \ hverri viku 1 næsta blaði v^rður m. a.: 6 milljón fórnardýr og einn böðull. — Nokkrar hug- leiðingar um fjöldaaftö kur nazista á Gyðingum og grimmd fyrr og síðar. ♦ ♦ ♦ ♦ Hún keypti 10 þúsund börn af Eichman. — Grein um hollenzka konij, sem bjargaði Gyðing'abörnum undan ofsóknarbr jálæðinu. PSYKE. — Smásaga eftir Antori Tjechov. Mádemoiselle Claude.. Smása.ga eftir Henry Miller. Moskva. Draumurinn og túlkun hans eftir Dr. Matthías Jónasson. Þriðji þátturirm í verðlaunageíraun Vikunnar. I* r r"" ■Sl . v * rV m 'vSf'l ÍP im 1 Hver, hlutur á sínum stað. Má.lari nokkur fór að teikna mynd af garðinum sinum. En þ>ar íiem vantaSi ýmsa liluti i garðinn, sem hann vissi, að áttu •að \ era þa r, þiá lók liann þ: tð ráð að teikna þessa hluti neðst á m yndina einr> og þið sjáið. Nú komumst við loksins að efn- inu., en jiað er einmitt að k’lippa lilutina út og líma þá inn í myi idina, og auðvitað á rétt m stað. Svo getið þið litað mynd- iua á eftir. 9 Hrútsmerkiö (21. marz—20. apr.): Þessi vika gæti orðiS þér talsvert þungbær, ef þú kemur ekki auga á gullvægt tækifæri, sem þér býðst. Nú rætist úr gamalli deilu, fyrir þitt tilstilli. Um helgina ferð þú væntanlega í stutta ferð. Líklega verðið þið ekki fleiri en þrjú í ferðinni. Vinur þinn bíður eftir lífsmarki frá þér. Bregztu honum ekki. Happatala 7. Nautsvierkiö (21. apr.—21. mai): Þú getur komizt langt í vikunni, einkum ef þú kannt að notfæra þér það, sem virðist í fyrstu skipta minnstu máli. Þér verður á smávægilegt glappaskot í vikunni, sem gæti þó orðið til þess að kunningi þinn lítur þig ekki réttu auga. Reyndu að sýna honum fram á yfirsjón þína. Vikan er einkum ungum stúlkum til heilla, og virðist allt ætla að ganga að óskum fyrir þeim. Heillalitur rautt. TviburamerkiÖ (22. maí—21. júní): Þú mátt ekki láta ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur á vinnu- stað. Þú gerir eitthvað í vikunni, sem verður þess valdandi, að allra augu beinast að þér. Góðvinur Þinn gæti orðið til þess að útvega þér betri stöðu, ef til vill þó aðeins um stundarsakir. Þér græðist fé óvænt, annað- hvort á fimmtudag eða föstudag. Heillatala 8. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí):-Þú skalt endur- skoða framtiðaráætlanir þínar í vikunni, einkum hvað veraldlegan auð snertir. Þú skalt varast að sóa peningum í vikunni, því að innan skamms muntu þarfnast þeirra svo um munar. Amor verður tals- vert á ferðinni í vikunni, en ekki ber samt að taka hann allt of alvarlega í þetta sinn. Þú færð óvænta heimsókn á laugardag, sem yerður til þess að sunnudagsáform þin gjörbreytast. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Þessi vika verður fremur ánægjurík, enda þótt ekki gerist neitt, sem stórkostlegt mætti kalla. Þér getur orðið óvenjumik- ið ágengt á vinnustað Líkur eru á því að þú eignist nýtt áhugamál i viltunni, og er það gott og blessað. Varaztu samt að láta þetta áhugamál ekki taka upp allan tima þinn Heilallitur blátt. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Þú munt þurfa að sýna vini þínum mikla umhyggju í vikunni, því hann er í miklum vanda staddur, og getur þú hæg- lega orðið honum að liði. Á föstudagskvöld kemur fyrir nokkuð óvænt. Það fæst skorið úr deilu, sem hefur angrað þig undanfarið, líklega verður það um helgina. Vertu ekki úti eftir miönætti á sunnudag. Þú átt von á næsta furðulegu bréfi, sem er ekki eins mikilvægt og virðist í fyrstu. Vogarmerkiö (24. ?ept—23. okt.): Vikan virðist hentug til innkaupa. Samt skaltu varast öll óþörf út- lát. Helgin verður óvenju skemmtileg, og reyndar vikan öll. 1 vikulokin muntu fullur bjartsýni á til- veruna Láttu það ekki á þig fá, þótt vinur þinn standi ekki við loforð það, sem hann gaf þér í vikunni sem leið. I-Ieíllatala 5. Drelcamerkiö (24. okt.—22. nóv.): Þú færð óvænt heimboð í vikunni, og líklega verður þú á báðum áttum um það, hvort þér beri að taka þvi eða ekki. Stjörnurnar ríðleggja þér þó eindregið að taka þessu heimboði, þvi að það gæti orðið til þess að breyta lífi þínu til hins betra. Kvöldln verða allflest afar ánægjurík, en e:nn morguninn .líklega um helgina, verður annað uppi á ten- ingnum. Heillatala kvenna 4, karla 9. BogmaÖurinn (23. nóv.—21 des.): Þú leggur i vafa- samt fyrirtæki í vikunni, en þótt ótrúlegt megi vírðast, verður endir þessa máls sá, að þú mátt meira en vel við una, og er það sannarlega ekki þér að þakka! Hefur þú ekki vanrækt tvo vini þína und- anfarið? Reyndu að bæta úr því hið skjótasta. Áform þín varð- andi næstu helgi fara að líkindum út um þúfur, en samt verð- ur hún mjög skemmtileg, Geitarmerkið (22, des—20. jftn.): Smávægilegt atvik getur orðið til þess að vikan verður allt öðruvísi en á horfðist. Hættu samt ekki við fyrri áform þín, Helgin verður mjög frábrugðin fyrri helgum. Stjörn- urnar þykjast sjá, að þér sé hollast að fara eltthvað út á fimmtudagskvöldið ef þér er það unnt. Þú týnir liklega hlut, sem þér þykir mjög vænt um, en i næstu viku eru líkur á, að hann komi í leitirnar. Heillatala 5. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Þú hefur verið nokkuð þunglyndur og erfiður i umgengni undan- farið, en á miðvikudag gerist dálítið, sem gjörbreyt- if Jiugarfari þínu. Ekki er laust við, að þar sé Amor eitthvað á ferðinni, þótt óbeinlínis sé. Þú heyrir furðulega sögu um félaga þinn, sem hefur við engin rök að styðjast. Reyndu að rétfa hlut hans. Fiskamerkið (2Q. feþ,—20. marz). Þú verður að treysta félaga þínum í einu og öllu, ef áform ykkar á að heppnast. Smáatvi-k frá fyrri viku verður til þess að Þú breytir nokkuð áíörmum þínum, og er það vel. Annars verður vikan fremur tilbreytinga- litil, en þó ekki leiðinleg. Talan 7 skiptir þig afar rrpklu \ yijtr unni. Heillalitur grænt.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.