Alþýðublaðið - 06.02.1923, Síða 3

Alþýðublaðið - 06.02.1923, Síða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Samningar Tið prentsmiðjurekendar strandaðir aftur. Á fundi, sem haldinn 'var í Stjórnarráðinu kl. 4 x/2 síðdegis í gær, þar sem aðiljar áttu að taka afstöðu gagnvart mála- miðlunartillögum frá atvinnumála- ráðherra, í umboði ríkisstjórnar- innar, Jýsti formaður Félags ísl. prentsmiðjueigenda yfir því, að þeir vildu ekki eiga tal við stjórn Prentaráfélagsins fyrr en reknir hefðu verið úr félaginu þeir Tómas Albertsson, Guðm. J. Guðmundsson og Hallbjörn Hall- dórsson, og gengu síðan af fur.di þrátt fyrir það, þótt ráð- herra æskti þess, að þeir biðu og hlýddu á svör prentaraté- Iagsstjórnarinnar. Tildrög til þessarar ráðabreytni prentsmiðjurekendanna eru þau, að þeir Tómas og Gpðmundur hafa leigt prentsmiðju og gengið að kröfum prentara og gert samn- ing við félag þeirra. Slíkt hið sama hefir og Ágúst Sigurðs'on prentsm. eigandi gert. En sökin(!) við Hallbjörn er sú, að hann er nú ritstjóri Alþýðublaðsins. Það liggur í augum uppi, að stjórn prentarafélagsins gat á engan hátt neitað að ganga að sámningum við menn, sem vildu fallast á kröfur félagsins. Það hetði verið sama sem að lýsa yfir því, að hún gæti ekki ætlast til, að neinn gengi að þeim, og hinn bóginn gátu prentsmiðju- rekendur engan veginn ætlast til þess, að stjórn prentarafélags- ins reyndi fyrir þá að hindra út- komu Alþýðublaðsins fyrir það, að þeir hafa ekki viljað ganga að kröfum féligsins. Stjórn prentsrafélagsins skýrði slðan ráðherra frá málavöxtum og afstöðu sinni gagnvart mála- miðlunaitillögu hans og tjáði sig -jafnan reiðubúna til samkomulags á snmasamlegum grundvelli. Kvað hann sig og fúsan til milli- göngu hvenær sem væri. Af tilefni þessarar kröfu halda prentarar fund í Goodtemplara- húsinu (uppi) í dag. Utlendar fréttir. Goetheanum í Domach á landa- mærum Svissar, Þýzkalánds og og Frákklands, fræðslumiðstöð >maunspekinnar< (anthoroposo phie) svo kölluðu, er dr. Rudolf Steiner er forvfgismaður fyrir, brann á nýársnótt til kaldra kola. Gaus bálið upp kl. 12 á mið- nætti. Brunnu þár inni fjölda- rnörg merkileg listaverk, er sum voru þar að láni til sýnis og prýði. Er skaðinn metinn 5 milj. svissneskra franka. Á bygg- ingu hússins var byrjað árið 1913 og var það enu ekki fullgert. Hefir það þó verið notað fyrir fundi og námskeið, upplestur, leik- og danssýningar í lista- stefnu Steiners síðan 1920. Sjúan Tung, keisarinn í Kína, er seytján ára er að aldri, hefir ný- lega kvænst tveimur ungum stúlkum, er hann valdi sjálfur úr tólt kvenna hópi, en slíkt Isjálf- val fer alveg í bága við forna siði þar við hirðina. Hlð margeftirspupða klæöi er nú komið aftur. Tðruhúsið. Kaffi' og the-dðsir (eir”og messing) Gummísvampar, handsápur frá 25 aurum. Veggmyndir, stórar og smáar. Ýmislegt til tækifærisgjafa. Barnaleikföng, mjög fjölbreytt. Sérstaklega ódýrt mt. Terzlun Þ. Jónsd. Klapparstíg 40. Sími 1159. Stúlka óskast í árdegisvist, Uppl. á Klapparstíg 9 uppi. T. K. F. Framsókn heldur aukafund á miðvikudagskvöldið (7. p. m.) kl. 8x/2 á Skjaldbrelð. Rætt um kauptaxta Terkakvenna. Áríðandi er fyrir félagskonur, sem vinna að algengri útivinnú, að mæta. ^ÍndíífVPÍ handa togara- og skútumönnum, fást hvergi OJUdiiyVGl, vandaðrí né ódýrari en hjá Elnari Þórðarsyni, Vitastíg 11. I*að tilkynnisl vinum og vandamönnum að systip mín Helga Loftsdóttir andaðist 3. febrúar. — Jarðarförin ákveðin síðar. Olöf Loftsdóttir. ISfl Jarðarför Sveins Gíslasonar f Brautarholti i Hafnar- firði fer fram frá heimili hans miðvikudaginn 7. febr. kl. I. e. h. Hafnarfirði, 5. febr. 1923. Kona og börn.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.