Vikan


Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 33

Vikan - 29.09.1960, Blaðsíða 33
Listin að vera góð tengdamóðir Framhald af bls. 12. honum þá menntun, sem var hon- uin nauösynleg til þess að verða það, sem hann var nú orðinn. Samt var það konan hans, sem fyrst fékk að heyra fréttirnar. Þetta var bara smáatvik, en það svipti samt hulunni af hlutunum á svo hræðilegan hátt, sagði konan í bréfi sínu, og á þvi augnabliki var mér það ljóst, að ég mundi ekki megna að halda áfram á þennan hátt. Ég veit, að tengdadóttir min gerir hann hamingjusaman, en ein- staka sinnum finnst mér ég næstum hata hana. Ég er viss um, að ein- hvern tima verður mér á að sýna henni það og valda þeim þannig vandræðum. Þess vegna ætla ég að fara mina leið, svo langt sem ég kemst. Hún fór til útlanda undir því yf- irskini, að það væri nauðsynlegt vegna atvinnu hennar, og þóttist vera mjög hrifin af því að fá tæki- færi til þess að sjá sig um í veröld- inni. Hún sneri aldrei aftur. Tveim- ur árum siðar dó hún sem óham- ingjusöm, einmana og bitur gömul kona. ÞAÐ ÞARF KJARK OG LÉTTA SKAPGERÐ. Þessi saga sýnir okkur, hvað það er, sem kemur i veg fyrir það, að kona verði hamii.gjusöm tengda- móðir. Mistök frú A voru þau, að hún byggði alla tilveru sína á syni sínum og átti sér ekkert, sem komið gæti í hans stað. Það má ef til vill segja, að hún hafi verið dugandi og mikilhæf móðir og hafi gert hið eina, sem rétt var. Það kemur hins vegar ekki i veg fyrir þá staðreynd, að hún ekki aðeins hafði heðið lægri hlut, heldur átti hún einnig sök á þvi, að sonur hennar og' tengda- dóttir voru svipt þeirri ánægju, sem samvistir hennar við þau hefði getað skapað þeim. Það er eins konar eigingirni móð- ur, sem á sök á mestum hluta þeirra erfiðleika, sem upp kunna að koma á milli hennar og tengdabarna. Erfitt er að krefjast þess, sem ef til vill er mesta fórn nokkurrar konu, að hún skuli láta af hendi barn sitt. Þetta er liins vegar eitt af því, sem ekki verður hjá komizt i lifinu. Ef maður tekur slíku með brosi og vin- semd, kemur í ljós, að slíkt launar sig ríkulega. AÐ BÚA SAMAN. Eitt versta vandamálið sem tengdabarn og tengdaforeldrar eiga við að fást, er það að búa saman. Ung hjón ættu að hafa tækifæri til þess að skapa sér eigið heimili og innrétta það að sinni vild. Unga húsmóðirin á sjálf að ráða á heimili sínu. Ef hún á að taka fyrstu reynsluspor sín sem húsmóðir með tengdamóður sína sem gagnrýn- anda, er Iiætta á, að það skapi taugastríð, sem verður henni um megn. Kringumstæðurnar geta að sjálf- sögðu verið algjörlega öfugar við þetta. Það hefur oft vakið hjá mér réttláta reiði, þegar ég hef fengið bréf frá tengdáforeldrum, sem orð- ið hafa að þola miklar þjáningar, er hin ungu hjón hafa valdið með eigingjörnu framferði sinu. Við slik- ar aðstæður er eina lausnin sú, að tengdamóðirin lætur ungu hjónin fá liluta af húsinu, ef það er hennar heimili, ellegar að ungu hjónin láta tengdamóðurina fá þægilegan stað, þar sem hún getur verið út af fyrir sig, ef það er á heimili þeirra. í því tilfelli má hún ekki fá þá tilfinn- ingu, að hún sé utan garðs, hún má ekki hírast þar ein og einmana án þess að hafa nokkurn til þess að snúa sér til. Það er skylda barn- anna að aðstoða hana við að skapa sér ný áhugamál, og ef það er unnt, þá að finna handa henni atvinnu, þannig að hún megi vita af þvi, að hún þurfi ekki að sækja allt til Jieirra. HIN FULLKOMNA TENGDA- MÓÐIR. 'Þegar ég því á að svara þeirri spurningu, sem sett var fram í hyrj- un Jiessarar greinar: Hvernig skal farið að því að verða góð tengda- móðir? — hlýtur svarið fyrst og fremst að verða það, að maður Verðí að halda áfram að lifa lífinu þann- ig, að maður geti gert aðra ham- ingjusama. Ég vil ljúka grein þess- ari með lýsingu á hinni fullkomnu tengdamóður, eins og ég tel, að hún eigi að vera: 1. Hún gagnrýnir aldrei, hVorki í orði né verki. 2. Hún kemur aldrei með „góð ráð“, nema hún hafi fyrst ver- ið spurð um hennar skoðun. 3. Hún kemur aldrei með uppá- stungur. 4. Hún býður fram aðstoð sína, en lætur vera að gera syni sínum smágreiða, sem kona hans kýs ef til vill lieldur að gera sjálf eða álítur, að maðurinn ætti sjálfur að gera. 5. Hún kemur heim til ungu hjón- anna sem vinur og án þess að krefjast eða fara fram á nokkuð af Jieim. G. Hún hefur með sér smágjafir og skapar gleði og hamingju með nærveru sinni einni saman. Er hér krafizt of mikils? Já, auð- vitað. Það er ekki létt hlutverk að vera hin fullkomna tengdamóðir, að minnsta kosti ekki í byrjun. Seinna, Jiegar hún uppsker ánægj- una af því að hafa eignazt barna- barn, þá skilur hún, að hlutverk tengdamóðurinnar er eitt hið auð- ugasta og gleðiríkasta, sem hverri konu getur hlotnazt. -fc- Tengdamamma hefur orðið: Ef ungu konurnar gætu reynt að hafa það í huga að eiginmenn þeirra voru einu sinni litlu drengirnir okkar, þá kannski gætu þær sýnt okkur svolítið meiri hugulsemi. Eina unga konu þekki ég sem aldrei kemur til tengdaforeldra sinna nema þegar hún þarf að hafa eitthvað gott af þeim. Svo getur hún talið eftir þær stundir sem þau fá að vera með litia drenginn sem er þó Jieirra heitteiskaða barnabarn. Sem betur fer er tengdadóttir mín öðruvísi, því að hún vill alltaf hafa mig með og ég reyni þá að fara alveg að hennar óskum i einu og öllu Jiegar ég sit hjá ömmubarninu mínu. Ég held að svona samband sé alveg undir því komið hvernig unga konan er. Iíær kveðja. 0. J. Svar: Það er nú svo. Ég hefði nú haldið að gott samkomulag næðist því aðeins að tengdamóðir og tengdadóttir gerðu sitt bezta, og ekki mun af veita. Tvær konur eiska sama manninn ákafjega mikið, ef ást þeirra er ekki eigingjörn, ætti allt að geta blessast. Móðirin ætlast ekki til að vera kjarninn í tilveru sonarins lengur, á hinn bóginn verð- ur eiginkonan að geta unnt tengdamóður sinni ofurlítið rúm í hjarta sonar síns. Ef hins vegar báðar eru yfirráðagjarnar, þá verður maðurinn aumkunarverður í hinni eilífu togstreitu. Hann reynir að gera báðum til hæfis, en enginn getur þjónað tveim herr- um. Hæfilega mikil umgengni milli fjöl- skyldumeðlima er ákjósanleg, en maður hef- ur það aldrei nógu hugfast, að bezt er að hafa „vík milli vina en fjörð milli frænda“. Iíveðjur, Aldís. Kæra Jonna. Það eru fleiri en ein íslenzk kona sem hafa látið gera á sér slíkar aðgerðir sem þú talar um í bréfi þínu, og i flestum, ef ekki öllum, tilfellum hefur þetta tekizt fullkomlega. 1 Bandarikjunum má segja að Jiað sé tízka meðal Gyðingastúlkna að láta breyta eða lagfæra nef og aðra andlitshluta svo að segja má að siikar aðgerðir séu algengar þar. Við Majo sjúkra- húsið í Bandaríkjunum er starfandi ítalskur læknir sem er sérlega fær á þessu sviði, um það geturðu fengið upplýsingar hjá bandaríska sendiráðinu. í Englandi er svo sir Gilles, hann er frægur í Evrópu og víðar fyrir framúrskar- andi andlitsaðgerðir. Ég vil benda þér á einn islenzkan læknir sem er sérfræðingur í Jiessuin efnum. Hann heitir Árni Björnsson, Hverfisgötu 50. Þú skalt snúa þér til lians. Með kveðju, Aldís. Kæra Aldís. Ég lief áhyggjur vegna systur minnar. Hún vill eklci heyra minnzt á giftingu eða hjóna bönd. Núna nýlega vildi ungur maður, alveg dásamlegur maður, giftast lienni, en liún hryggbraut hann. Hún segist hafa heyrt og séð nóg í starfi sinu sem hjúkrunarkona til þess að hafa fengið óbeit á hjónabandinu. Ég veit að hún verður oft að hlusta á kvart og kvein eigingjarnra kvenna sem eru óánægðar í sinu hjónalífi, en J:>ar sem ég er svo hamingjusöm með minn mann og börnin okkar tvö, reyni ég allt sem ég get til að sannfæra hana um að hjónabandið getur lika haft sínar dásamlegu hliðar. Hingað til hefur mér ekki tekizt Jiað. Gætir þú reynt Aldís mín? Með fyrirfram þökk, Magga. Kæra Magga. Systir þín hefur ekki haft áhuga fyrir þessum unga manni og notar þessa leið til að afsaka sig. Láttu hana í friði, þegar sá tími kemur að hún verður ást- fangin, breytist hugarfar hennar af sjálfu sér. Ég mundi ekki hafa áhyggjur út af þessu, væri ég í þínum sporum. Beztu kveðjur, Aldís. Kæra Aldís. Ég er orðin ástfangin í manni sem er bæði góður og myndaríegur og ákaflega skemmti- legur. Hann segist elska mig, og vill að við giftum okkur. Enn Jiað sem ég er óánægð með, lt það að hann hefur engin áhugamál, engin hugðarefni, og virðist vera alveg áhugalaus um að koma sér áfram, eins og það er kallað. Þó virðast möguleikarnir vera til staðar i því starfi sem liann stundar. Hann virðist lifa fyrir líð- andi stund. Ég er allt öðru vísi gerð, lít. alvar- legum augum á tilveruna. Stundum getur kæru- leysi hans farið í mínar fínustu taugar, en svo á næsta augnahliki fær hann mig til að lilæja og gleyma öllu saman. Þú sérð að við höfum mjög ólíka skapgerð. Heldur þú að við getum orðið hamingjusöm í hjónabandi? Virðingarfyjlst. S. Á. Svar: Auðvitað. Hann virðist vera mjög elskulegur maður, og kona getur haft mjög mikil áhrif á mann sinn til hins betra, með ást sinni. Ekki vera alltaf að suða í honum. Láttu hann skilja það á þér, að þú ætiist til þess að hann drífi sig eftir því sem hægt er að ætlast til. Það er um framtíð ykkar að ræða. Það er dýrt að stofn.a heimili og eignast börn, en það er þess virði, að eitthvað sé á sig lagt, og einhverju fórnað fyrir það. Hins vegar er það ekki síður dýrmætt að hafa lífsgleðina að förunaut og ómetanlegt er hið létta og ljúfa skaplyndi, þó að pen- ingar séu góðir með. Ef þú ert alveg viss um að þú elskir hann nógu mikið til þess að taka hann eins og hann er, ætti þig ekki að þurfa að yðra neins síðar meir. Aldis. VIKÁN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.