Alþýðublaðið - 06.02.1923, Síða 4

Alþýðublaðið - 06.02.1923, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ (Framha’d frá 1. síðu.) að þær verða óhjákvæuiilega til þess, að alþýðan skilur iyrr en orðið hefði ef til vildj ella, að þáð er óþolandi, að ör- fáir einstaklingar eigi framleiðslu- tækin og ráði yfir þeim, öllum tii bölvunar, en sér einum fil hag8muna, — að það er óum- flýjanlegt, ef landslýðurinn á ekki að fara að forgörðum af vesaldómi og menningarleysi, að gera framleiðslutækin að þjóðareign, að þjóðnýta þau, og að eina bjargr&ðlð er að efla sem mest þann flokk, sem fyrir því berst, Alþýðuflokkinn. Um daginn og vegion. Verkakvennafél. ,Framsókn‘ heldur fund á Skjddbreið ánnað kvöld. Verður þar tekinn til um- ræðu kauptaxti verkakvenna. — Ættu því konur að fjölmenna. Það athugist að enginn fundur verður í kvöld. tifur hækkar í verði. Það er altalað, og álitið satt vera, að lifrarkaupmenn bjóði nú í lifur alt að 35 kr. fyrir fat og vilji gera samning fyrir vetrar- vertíðina, með því verði. Á sáma tfma vilja útgerðarmenn borga Páll isdlfsson h o 1 d u r , orgel-hljómleika í dómkirkjunni fimtudaginn 8. þ. m. kl. 9. síðdcgis. Program: Mendelssohn, Merikanto, Bach. Aðgöngumiðar seldir í Bókaverzl, Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldar. hásetum á togurunum 20 kr. fyrir fat. Alþýðuflokksfundurinn ígær- kveldi var mjög fjölsóttur, svo að Báruhúsið var troðfult, og urðu rnargir trá að hverfa sökum þrengsla. 15 menn töluðu. Voru samþyktar ályktánir um að skora á alla alþýðu að standa einliuga á móli öilum kauplækkunar til- raunum, — um að skora á Al- þingi og ríkisstjórn að stöðva frekari hækkun á erlendum gjald- Nýtt ísl.sm jfir»«skyr fæst í rerznn Jöns frá Hjalla. Bjarniirgreífaniir eiga erindi til allra. — G. Ó Guðjónss. Sími 200. Tapast liefir svartur ketlingur með hvítar lappir og bringu, — skilist á Grettisgötu 3. eyri, 0g — um að mótmæla þeirri árás á Alþýðuflokkinn, sem felst í kröfu prentsmiðjueigenda um Budda t«puð. — Skilist á Njálgötu 35. að vísa úr prentarafélaginu mönn- um, sem vinna að útkomu Alþ.bl. í samræmi við kröfur prentara- Fundin budda. — Vitjist á Bókhlöðustíg g. félagsins. Kolaofn íil solu, a. v. á. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hailbjörn Halldórsson. Prentsmiðja Hallgríms Benediktssonar, Bergstaðastræti ig. Edgar Bice Eurroughs: Tarzan snýi* aftui*. XXIII. KAFLI Fimtín mennirnar hræðilegu. Langa stund horfðu þau Jane Porter og Wílliam Cecil Clayton þegjandi á hræ villidýrsins, sem því nær hafði orðið þeim að bana. Stúlkan varð fyrri tíl að taka til máls. flHvér getur það hafa verið?“ hvíslaði hún. „fað veit guðl“ svaraði karlmaðurinn. „Pví gefur hann sig ekki í ljós, ef hann er vin- ur?“ hélt Jane áram. „Væri ekki réttast að kalla á hann og þakka honum, að minsta kosti?" Ósjálfrátt kallaði Clayton, en enginn svaraði. Hroilur fór um Jane. „Furðulegur er skógurinn,* muldraði hún. „Hræðilegur er skógurinn. Hann gerir jafnvel vináttubrögð skelfileg." „Eg held við ættum að leita til slcýlisins," mælti Clayton. „Þú verður að minsta kosti dálítið öruggari þar. Það er hvort sem er ekkert lið í mór hór,“ bætti hann við með beizkju. „Segðu það ekki, William," flýtti hún sér að segja, því hún sá eftir að hafa sært, hann. „Pú hefir geit það sem þú hefir getað. Þú hefir verið göfugur og nærgætinn og hugrakkur. Pað er ekki þín sök, þó þú sórt, enginn aíburðamaður. Það er að eins einn maður, sem eg hefi kynst, sem hefði getað gert meira. Orð mín voru í fátinu illa valin — ég ætlaði ekki að særa þig. Ég vil að eins, í eitt skifti fyrir öll, láta þér skiljast það, að ég get aldrei gifzt þér — að slík gifting væri heimsuk- leg.“ „Ég held ég skilji það,“ svaraði hann. „Við skulum ekki tala frekar um það — að minsta kosti ekki fyr en við komuin til manna.“ Daginn eftir leið Thuran ver. Hann var því nær alt af með óráði. Þau gátu ekkert hjálpað honum, enda var Claylon ekki alt of sólginn í það. Stúlk- unnar vegna var haDn hræddur við Rússann — hann vonaði með sjálfum sér, að hann hrykki upp af. Hugsunin um, að eitthvað kæmi fyrir hann, sein lóti hana eina eftir hjálparvana í höndum þessa dýrs, olii hoDum meiri áhyggju, en þó hiín yrði ein effcir og yrði villidýrum að bráð.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.