Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 6

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 6
og Vesturlandi. Að öllu samanlögðu finnst mér hægt að gera sér nokkrar vonir um árangur af ársspám um hitafar hér á landi og þar með um til dæmis jarðar- gróður. Spá um hitafar og isafar nœstn þriggja ára Eins og áður er getið tekur það sjóinn um það bil 1—4 ár að berast hingað til lands frá hafsvæðunum suðvestur af Spitzbergen. A því er byggð sú hugmynd, að vegið hitameðaltal síðustu fjögurra ára á Spitzbergen geti gefið bendingu um liita næstu ára á íslandi og þar með um hafísmagn. Reynslan allt frá árinu 1894 sýnir, að þriggja ára hilaspá fyrir landið og um leid' isaspá má gera á þennan hátt með mjög sœmilegum árangri. Hlýnunin um og upp úr 1920 kom til dæmis fyrr fram á Spitzbergen en liér, og kólnunin á sjöunda áratugnum var líka um það bil þrem árum fyrr á ferðinni þar en hér. Síðastliðinn vetur benti ekkert til þess, að neitt verulegt lát sé að verða á kuldunum á Spitzbergen, og á meðan er varla útlit fyrir annað loftslag hér á landi næstu 3 ár en það, sem verið liefur síðan um 1965. Þetta er dálítið leiðinleg niðurstaða, ekki sízt af því að árgæzkan á þessu ári hefur aukið mönnum bjartsýni. Næsta þriggja ára spá fyrir 1972—1974 verður tilbúin í nóvemberlok. En skýrt skal tekið fram, að gera má ráð fyrir að þessi þrjú ár geti orðið misjöfn, bæði um kulda og ís, og Spitzbergenhitinn segir ekkert um, hvert þeirra verður lilýjast eða kaldast. Þar kemur vindafarið inn í dæmið, hvort norðan eða sunnan áttir verða ríkjandi hvert árið um sig. Samanburður hitans d Norðvestur-Grœnlandi og íslandi Ekki get ég stillt mig um að minnast liér á skemmtilegt samspil, sem virðist vera í hitafarinu á Norðvestur-Grænlandi og Islandi síðustu 400 ár. Efsta línu- ritið sýnir hitafarið á Grænlandsjökli eins og það birtist í liinum stórmerku at- liugunum Dansgáards, Sigfúsar Johnsens og fleiri. Línuritið í miðið er algerlega óháð, reyndar gert áður en þessi mynd af liinu grænlenzka hitafari hafði komið fram. Það sýnir áætlun mína um hitafar á íslandi, byggða á hafísskýrslum Þor- valds Thoroddsens, og neðst er samsvarandi áætlun um hafísmagn þessa tíma- bils. Þetta eru keðjubundin 10 ára meðaltöl. Það er engu líkara en sveiflurnar í hitafari Grænlands séu venjulega nálægt áratug á undan sveiflunum á íslandi, kannski íremur 5—15 árum á undan. Hitabylgjan mikla á Jjessari öld er auðvitað öruggasta atriðið í línuritunum, J>ar sem liún styðst við hitamælingar. Einnig Jrar sýnasl hitabrigðin lrafa verið talsvert á undan á Norðvestur-Grænlandi. Mér finnst Jietta vekja spurninguna um það, hvort Jjetta samband megi ekki skýra með ríkjandi hafstraumum. Þeir liggja vestur með eyjunum í Norður- Kanada, síðan meðfram Alaska og Austur-Síberíu og þaðan að nokkru Jrvert yfir norðurpólinn til Spitzbergen og Austur-Grænlands. Hraði þeirra er einmitt slíkur, að 5—15 ára ferðalag frá Norðvestur-Grænlandi til íslands kernur vel til greina. Að svo stöddu treystist ég ekki að nota þetta samhengi til þess að spá hitanum okkar næstu 5—15 árin, en athugunarefnið er heillandi. 6 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.