Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 7

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 7
Efst er hitafar i NV-Grœn- landi, i miðið ácetlaður með- alhiti Stykkishólms og Teig- arhorns, neðst er liafisdvöl við Island, talin i mánuðutn á ári. Sjá bls. 6. Hvaða pýðingu hafa loflslagsspár? Allir kannast við drauminn, sem Faraó dreymdi um íeitu kýrnar sjö og hinar sjö mögru. Jósep réð drauminn svo, að von væri á sjö góðum árum og síðan sjö hörðum. Þá gátu menn þegar liafizt handa að safna birgðum til að eiga í hallærinu. Þessi fræga saga er gott dæmi um gagnið, sem mætti hafa af lofts- lagsspám, ef þær reynast bærilega vel. Það fer sífellt í vöxt, að atvinnuvegir jjjóða séu skipulagðir langt fram í tímann, og í framkvæmd þeirrar skipulagn- ingar er veðurfarið þýðingarmikill þáttur, einkum þó í þeim löndum þar sem áraskipti og aldaskipti þess eru jafn mikil og hér á landi. Þetta hefur sannazt eftirminnilega á kuldaskeiði undanfarinna ára. Nýr höfundur Um ýmis sérkenni þtssa nýja kuldaskeiðs skrifar Sigurður J. Líndal á Lækja- móti í ])clta hefti af Veðrinu. Sigurður er fæddur 29. nóvember 1915 og er sonur hins kunna jarðfræðings Jakobs H. Líndals bónda á Lækjamóti og konu lians Jónínu Sigurðardóttur. Sigurður hefur lengi verið forystumaður í búnaðar- og sveitarstjórnarmálum í héraði sínu. Kvæntur er hann Elínu Hólmfreðsdóttur írá Núpshlíð í Kirkjuhvammshreppi. Grein Sigurðar veitir ýmsan fróðleik um þá umsköpun í gróðurskilyrðum, sem jafnvel stutt kuldaskeið veldur, og verður þá skiljanlegri sú þróun, sem orðið hefur í gróðurfari landsins síðustu 10 000 árin eins og hún birtist í mýrunum okkar. Samkvæmt frjógreiningarrannsóknum hefur í megindráttum skipzt á vot- VEÐRIÐ — 7

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.