Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 9

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 9
Menn spyrja orðið ákafar uni orsakir. Hvers vegna er veðurfarið eins og það er, og hvers vegna breytist það? Hvers vegna hafa skipzt á ísaldir og hfýviðris- skeið? Á Leningraðfundinum miðuðu þær rannsóknir, sem kynntar voru ylirleitt að því að rekja og kanna þá krafta, sem veðrið skapa. Þessar rannsóknir voru flest- ar unnar í stórum háskólastofnunum eða sérstökum rannsóknarstofnunum, sem hafa her manns og fullkomnustu tölvum á að skipa. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar í Leningrað, Budyko að nafni, lagði fram greinargerð um rannsóknir á varmabúskap jarðarinnar, en margar stofnanir einbeita sér nú að þessu viðfangsefni, enda er hér um að ræða þá orku, sent skap- ar veðrið í samvinnu við hreyfingar jarðarinnar og landslag. Hann nefndi m.a. þá dálítið óvæntu niðurstöðu að Saharaeyðimörkin geislar árlega jafnmikilli orku út í geiminn og hún móttekur, hún er því ekki eitt af þeim svæðum, sem á afgangs- orku til þess að miðla kaldari svæðum. Fullkomin eðlisfræðileg kenning, í stærðfræðiiegum búningi, um mótun lofts- iags, er enn ekki til, en bæði þessi prófessor og aðrir úildu líklegt, að hún mundi innan tíðar mótast í því mikla vísindastarfi, sem nú er unnið. Meðan slík kenning er í sköpun, verða menn hins vegar að leyfa sér margvíslega einföldun í útreikningum sínum, og eiga þá á hættu, að þeir séu ekki fyllilega réLtir (og stundum reyndar alrangir). Með vissum einföldunum má t.d. fá þá niðurstöðu, að minnki geislun til jarð- aryfirborðs um 1% og hafdist endurgeislun frá jörðinni óbreytt lækkar meðal- hiti jarðarinnar um 1.5 stig. Slíkri fækkun hita mundi hins vegar fylgja aukinn ís og meiri endurköstun geislunar frá jörðinni, þannig að vænta má 5 stiga kólnunar, ef geislun til jarðar minnkar um 1%. Loftslagið eins og við höfum átt að venjast því er þannig fremur óstöðugt fyrir- brigði. Það þarf tiltölulega mjög litla breytingu á þeirri geislun, sent nær til jarðar til þess að breyta því stórkostlega. Aukning sem nemur 1% mundi, að j)ví er Budyko telur, valda ísleysi á norðurskautasvæðinu eftir skamma hríð, en ísinn á suðurskautinu, sem er geysijrykkur meginlandsís, mundi þráast lengur við. Það er margt, sem getur haft áhrif á jafnvægi í geisluninni og sumt af því er vissulega breytingum undirorpið. Þar má nefna eldfjallaösku í háloftunum, en til hennar vilja rnargir rekja ýmsa jrætti veðurfarssögu síðustu alda. Það telst hafið yfir allan efa, að eldfjallaaska í háloftunum, endurkastar geislun frá sólinni út í geiminn og veldur þannig kólnun á jörðinni í heild. Þetta leiðir liugann að þeim reyk og reykögnum, sem verksntiðjur og ýmis önnur mannanna tól spúa út í loftið. Hvaða áhrif hafa jiessar agnir? Prófessor Landsberg frá Bandaríkjunum vék m. a. að jies.su í erindi um veðurfarsbreytingar af manna völdum. Hann byrjaði að vísu erindi sitt með því að benda á, að enn væri ekki Jjeirri spurningu svarað, livort maðurinn hefði jjegar haft áhrif á veður- farið eða væri í þann veginn að gera jiað. Að inngangsorðum loknum ræddi hann um rykið. Þrátt fyrir takmarkaðar mælingar má fullyrða, að þær reyk- og ryk- agnir, sem mennirnir koma á loft eru smámunir einir saipanborið við afkasta- getu vindsins, þegar hann blæs yfir eyðimerkur, svo ekki sé minnst á eldfjöll, jregar þau eru í liam. Staðreynd er þó einnig, að rykframleiðsla mannanna fer sívaxandi og ýmsir spá miklum áhrifum á hitafar jarðarinnar af þeim sökum. En á undan öllum VEÐRIÐ •—■ 9

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.