Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 11

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 11
SIGURÐUR J. LÍNDAL: Veðurfar og gróður Ekki þarf um að tala þær veðurfarsbreytingar, sem verið hafa síðustu ár. Þær þekkja allir í aðalatriðum. Hitt getur fremur verið athugunarefni, liver áhrif hafa orðið á gróðurfar landsins og hverjar afleiðingar af breytingunni og hvernig þær koma fram. Kal og grasleysi á ræktuðu landi hefir mjög orðið umræðuefni hin síðuslu ár. Hafa menn ýmsu viljað urn kenna, s. s. rangri áburðarnotkun og ræktunarað- ferðum. Ekki er það tilgangur minn að bæta jxir við að öðru en jrvi að nefna nokkur atriði, sem sjá má, ef gengið er um garða náttúrunnar án þess að liafa augun lokuð að meira eða minna leyti. Síðastliðið sumar (1970) er vafalaust lélegasta grasár liér norðanlands, sem komið hefir þessi síðustu ár. Gildir það jafnt um útjörð sem ræktað land. Ekki held ég, að annað jafnlélegt sprettuár hafi komið á þessari öld, ef árið 1918 er undanskilið. Ennþá eru til minnugir bændur, sem muna öll þau ár. Ekki veit ég glögglega, hvað veðurmælingar segja um hitafar sumarsins, en það held ég, að júlímánuður liafi ráðið úrslitum um sprettu sumarsins. 1 Jrví sambandi má gjarna nefna sumarið 1968. Þá voru tún lítið sprottin um miðjan júlí, auk jress sem meiri hluti jreirra var svo kalinn og illa kominn af kulda, að varla var upp- skeru að vænta. En Jrá skipti um veðráttu, og í stað kuldans kom hæg sunnanátt með skúrum í jirjár vikur, og umskiptin urðu ótrúleg. Oft helir jrví verið haldið fram, og ekki sízt af bændum, að kalið orsakaðist að miklu leyti af rangri eða ólieppilegri áburðarnotkun. Ekki verður að jrví vikið hér, en á jressu ári mátti mjög víða sjá kal í útjörð, sem aldrei liefir fengið áburð í nokkurri mynd. Kal á útjörð var einkum á valllendi og í þurrkuðum mýrum. Þetta var eftirtektarvert fyrir jrá siik, að á jjessu vori voru ekki snögg frost á Jríða jörð hér um slóðir og nýtt kal í túnum var óverulegt. í lyrstu taldi ég, að liér gætu verið áhrif frá öskufallinu. Það mátti kalla jrað algilda reglu, að j>ar sem askan féll á fannir á túnum var jörðin gróðurlítil eða gróðurlaus — 1 1 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.