Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 12

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 12
fram eftir sumri. En þetta breyttist þegar leið á sumar, og þessir (iskubleltir greru og fengu jafnvel gróskublæ. En kalið á útjörðinni entist sumarið á enda. Mjög var það eftirtektarvert á þessu hausti, livað víða lönd voru ofsetin af beit. Mátti á sumum jörðum sjá að land var nagað þannig, að þar var enga beit að finna lengur. Ekki er þetta vegna fjölgunar búfjár, því hefir ekki fjölgað, heldur vegna hins, að beitarþol landsins hefir minnkað stórkostlega við kólnandi veður- far. Það er ekki aðeins afurðageta ræktaðs lands sem minnkar, heldur óræktaðs lands engu síður. Trúlegt má það líka telja, að þegar farið er að ganga nærri landi með beit, þá minnki afurðageta þess enn meir, og að meinsemdin fari vaxandi, þó að bein orsök til hennar geri það ekki. Óvíða mun vera að finna jafn áþreifanlega gróðurbreytingu og í Efri Fljóts- drögum. Þar voru víða gróðurvinjar með stórvöxnum gróðri, gulvíði og heil- grösum. I haust var þar ekki finnanlegt annað en kalkvistir og grastoppur handa liesti ekki sjáanlegur. Slíka gróðurbreytingu hefi ég ekki séð endranær, nema þá þegar einhverjar utanaðkomandi ástæður komt til á takmörkuðu svæði. Ýmsir mundu vilja telja, að hér væri ofbeit um að kenna. Ekki held ég, að sú muni vera raunin á. Þarna koma í haustleitum aðeins 2—300 kindur af stóru svæði eða eins og gerist úr litlu heimalandi. Ég held, að það séu lífsskilyrði gróðursins, sem hafa breytzt. Þau eru ekki fyrir hendi lengur fyrir þann gróður, sem þarna er. Þarna upp við Langjökul er gróðurinn veikur fyrir, og áhrifin af veðurfars- breytingunni koma þar ljósast fram. Það hafa sagt mér gamlir menri, að þegar þeir fóru fyrst fram á heiðarnar skömmu eftir aldamót, þá liafi oft verið mökkur af foki yfir Stórasandi í austan og norðaustanátt, en hún er þarna algeng og oft hvöss. Á góðveðurstímabilinu sáust þessir fokmekkir ekki. En nú má sjá þess glögg merki, að jarðfok fer vaxandi. Eitt af því, sem vakti athygli mína, þegar ég fór fyrst að fara á Víðidalstungu- heiði um 1930, voru svokallaðar rústir. Það voru svartar þústur í flánum, gróður- litlar eða gróðurlausar, og því dökkar að sjá og skáru sig vel úr gróðurríku um- hverfinu. Þetta voru leifar frá liðnum tíina. Þær hurfu með öllu á árabilinu 1930—40. Haustið 1960 rakst ég á þessar fylgjur öræfanna að nýju. Þá voru þær að byrja að myndast og liafa haldið velli síðan og vel það. Þær vaxa nteð hverju ári. Rústir myndast í flánum, þegar jörð nær ekki að þiðna yíir sumarið. Jafn- aðarlega voru þær ekki mjög stórar um sig, svona eins og stórar þúfur, en þær sýnast hafa þann eiginleika að hækka og stækka. Innihaldið gæti verið 'J/io hlutar ís og afgangurinn torfkenndur jarðvegur flánna. Einangrun ermikil í þessum torfkennda jarðvegi og þess vegna nægir lágur sumarhiti ekki til þess að jarðklakinn þiðni. Ef stungið er með skóflu ofan í rúst á haustdegi eru ekki nema 20—30 cm ofan á jarðklakann. Klakinn er að mestu ískristallar. Það leiðir af sjálfu sér, að til frambúðar eru ekki mikil skilyrði fyrir gróður á slíkum stað. Þess vegna verða þær með aldrinum dökkar og gróðurvana. Mér var það forvitnilegt að athuga um jarðklaka ekki aðeins í rústunum. í haust reyndust vera 00—70 cm ofan á jarðklakann í sandbornum áreyrum hér á Víðidalstunguheiði í um 500 m hæð (Fitjárdragaskáli). Það má því ætla, að á þessum árum sé jarðklakinn viðvarandi, þegar náð er nokkurri hæð. Það heyrast líka fregnir um það, að jarðklaki sé allt árið sums staðar, þar sem byggð er liæst yfir sjó. Allir, sem við jarðrækt fást, vita að nú er jarðraki meiri og samfelldari en 12 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.