Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 16
2. mynd. Daglegar hitabreytingar i 500 og 1500 metra hœð, jan.—marz 1971. þegar veður er kyrrt, því að þá sígur þar fram kalt loft innan frá Lækjabotnum og ofan af heiðunum í kring. Arið 1918 varð frostið þar um 30 stig. Á hita- ritinu sést, að þennan morgun var frostið í eins og tveggja kílómetra hæð urn 10 stig, en það er 10 til 15 stigurn lilýrra en næst jörðu. Næsta dag var vindur orðinn suðlægur, og þá hafði hlýnað nokkuð upp fyrir frostmark á vestan- verðu landinu. Febrúarhitinn varð mjög nálægt meðallagi í neðsta kílómetranum, en 0.4 stig- um hærri cn það í tveggja kílómetra hæð. Útlit hitaritsins er með allt öðrum hætti en í janúar og ber vitni um óstillt tíðarfar. Fyrstu vikuna var hlýjast, }>ví að þá var vindur ýmist á sunnan eða suðvestan. Norður af landinu ríkli þá vestlæg átt, sem mun hafa lirifið jakahrafl úr hafísröndinni og byrjað að ýta því suðaustur á bóginn. 1 annarri vikunni festist norðan átt í sessi, og hélzt liún óslitin þangað til í lok þriðju vikunnar. Með lienni barst jakadreif upp að norðanverðum Vestfjörðum og að annesjum norðan lands allt austur undir Tjörnes. Má geta sér þess til, að hefði vestan áttin norður af landinu enzt fram um miðjan mánuðinn og þá hvesst af norðri, hefði getað orðið mikill hafís við landið á útmánuðum og jafnvel komizt suður fyrir Langanes. Flegðun ísreksins í vetur með tilliti til veðráttunnar sýnir mjög vel, að rfkjandi vestanvindar norður af landinu er sá þátturinn, sem úrslitaþýðingu hefur um, hvort hafísár verður eða ekki, enda þótt breidd ísbeltisins norður undan ldjóti eðlilega að ráða nokkru líka. Síðustu vikuna í febrúar gengu lægðir norðaustur um Græn- landshaf. Vindur var því ýmist á suðaustan eða suðvestan. Jakahraflið hvarflaði því frá landinu, og siglingaleið fyrir Straumnes og Horn varð greiðfær á ný. Hlýtt var i veðri, mikil Iiláka og rigning, svo að fylla kom í ár og vötn, og vegir spilltust. 1 6 -- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.