Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 17

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 17
Marz var um hálfri gráðu kaldari en í meðallagi bæði næst jörðu og eins, er ofar dró. Hitasveiflur urðu nokkrar, en ekki sérstaklega áberandi. Hitaritaritin eru miklu sléttleitari en áður, því að það vantar þar liinar örsmáu beygjur, sem glöggt koma fram á hitaritum mánaðanna á undan. Þessi munur er ekki breyttu veðurfari að kenna, heldur hinu, að frá 1. rnarz eru gerðar aðeins tvær hálofta- athuganir á Keflavíkurflugvelli í stað fjögurra áður. Vegna sparnaðarstefnu bandaríska flotans voru athuganirnar klukkan 6 og 18 felldar niður. Fyrsta þriðjung mánaðarins var suðlæg átt og hlýindi svo mikil, að garðyrkju- menn fóru að óttast, að brum trjáplantna færu að opnast. Hinn 11. var áhyggj- um þeirra lokið, því að þá kólnaði með éitsynningi, og tveim dögum seinna var komin norðlæg átt, sem hélzt óslitið á aðra viku. Þá dró úr kuldunum, lægðir fóru hjá í námunda við landið. Vindátt var breylileg til mánaðarloka, hita- sveiflur voru óverulegar, því að aðallega barst til landsins loft frá nálægum breiddargráðum. Árið 1970. Við jörð var þetta ár hið kaldasta, seni komið liefur, síðan athuganir þessar hófust á árinu 1954. Meðalhitinn rcyndist 3.9 stig, eða einum tíunda tir stigi lægri en árið 1969, og í 500 metra hæð var meðalhitinn 1.1 stig á móti 1.3 stigum árið á undan. Þegar ofar kemur snýst munurinn við, og í 1500 og 2000 metra hæð var 0.4 stigum kaldara en í ár. Einkennishitinn var með lægsta móti tiú eða — 1.16 stig. Árið 1969 var hann þó lægri. Þá var hann — 1.39 stig.* Meðalhæð frostmarks reyndist um 750 metrar eða eins og árið 1966, en í fyrra var hún 85 betrum lægri. *) Á bls. 20 í 1. h. Veðursins 1970 var einkennishiti ársins 1969 talinn — 1.55 stig, en á að vera — 1.39 stig, og leiðréttist það hér. 3. mynd. Árssveifla hita.ns 1970. VEÐRIÐ — 1 7

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.