Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 21

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 21
KNÚTUR KNUDSEN: Haust og vetur 1970-1971 Oklóber. Fyrstu vikuna í október var aðgerðalítið veður og iremur svalt liér á landi. Þá kom djúp lægð, sent olli fyrst SA-átt með rigningu, en er lægðin fór austur með suðurströndinni hvassri norðan átt með snjókomu nyrðra. Dag- ana 10.—12. var hæglát austan átt, en óvenju vætusöm. Mæklist 60 mm úrkoma á Klaustri aðfaranótt 12. okt. Um miðjan mánuð var sunnan átt í nokkra daga og var það hlýjasti kafli mánaðarins. Komst hitinn yfir 15 stig nyrðra. Dagana 17.—19. var norðan átt með éljum á Norðurlandi, en ekki ýkja kalt. 21.—23. var útsynningur með skúr- um um vestanvert landið, en síðan kólnaði verulega, er lægðardrag færðist suður yfir land. Náði frostið hámarki 27. og 28., en þá var komið stillt og bjart veður. l'ór frostið nyrðra yfir 15 stig. Síðustu dagana var áttin austlæg og frostleysa á Suðurlandi. Mánuðurinn í lieild var fremur hagstæður, en nokkuð vetrarríki var þó á Norður- og Austurlandi síðari hlutann. Nóvember. Fram til 24. var norðaustan áttin allsráðandi. Frost var þó yfir- leitt ekki mikið, en stormasamt með köflum. Snjóaði öðru hverju talsvert á norðanverðum Vestfjörðum og vestanverðu Austurlandi um miðbik mánaðarins. Dagana 17.—20. lilóð niður snjó 1 Æðey og varð úrkomumagn jiessa 4 sólar- liringa 176 mm. Hæð var yfir landinu {). 25. með stillu og frosti. Síðustu sex dagana var til skiptis vestan og norðaustan átt og mikið mildara en áður. Tíð var talin ágæt 1 nóvember um mikinn hluta landsins, snjólétt og góð beit. Þó var erfitt tíðarfar á norðanverðum Vestfjörðum og ekki nema í meðallagi á Norðausturlandi. Afspyrnurok olli skemmdum í Grindavík þ. 15. Gæftir voru heldur lélegar. Desember. Fram til 20. desentber var óstöðug veðrátta. Lægðir voru mikið á ferðinni og fóru flestar norðaustur yfir landið eða út af Vestfjörðum. Áttar- breytingar voru örar. en mest var um norðan átt og útsynning. Þann 21. desember og fram yfir jól var jafnan bæð fyrir suðaustan eða sunnan land. Hlýtt var í veðri og úrkoma með köflum frá Suðvesturlandi lil Vestfjarða. Einstakt góðviðri var um jólin, góð færð og auð jörð. Strax eftir jól tók við aitur svipað veðurlag og verið hafði framan af desem- ber. Um tíðarfarið er sömu söguna að segja og mánuðina á undan. Víðast var það talið mjög liagstætt fyrir bændur, sem höfðu nú sparað mikil hey, því að fénað- ur gekk mest sjálfala. Janúar. Norðaustan áttin var alls ráðandi í janúar, enda mun ekki hafa orðið svona kalt 1 j)essum mánuði slðustu liálfa öldina, ef undan eru skilin árin 1936 og 1959. Vindur var fremur hægur, snjókoman lítil fyrir norðan og j)urr- viðrasamt í öðrum landshlutum. VEÐRIÐ -- 21

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.