Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 27

Veðrið - 01.04.1971, Blaðsíða 27
1. mynd. An-22 vélin nr. SU-09303 leggur af stað frá flugstöðvarbyggingunni á á Keflavikurflugvelli í hinztu för sina 18. júlí 1970. LjósmyncL: Thomas Oiuens. Birt með leyfi. út á 6 klukkustunda i'resti, auk þess sem ilugvallarspár, sem gilda í 9 klukku- stundir fyrir Keílavík og Reykjavík, eru gefnar út á þriggja klukkustunda fresti. Aðvaranir unt mikla kviku, ísingu, þrumuveður o. fl. fyrir íslenzka flugstjórnar- svæðið eru einnig sendar út á þriggja klukkustunda fresti, ef þörf þykir. Veður- spár fyrir fiskimiðin og landið eru gerðar kl. 0430, og er þeim svo útvarpað um loftskeytastöðina í Reykjavík, auk jtess sem þær eru sendar á ensku um Gufu- nesstöðina. Tvisvar á sólarhring eru liáloftaathuganir gerðar af þrautþjálfuðu íslenzku starfsfólki. Aðalstarfið er samt að gera flugspár fyrir allt millilandaflug bæði frá Kefla- vík og Reykjavík og flugvallarspár fyrir íslenzku flugvellina, auk þess sem klukkutíma veðurathuganir fyrir Keflavík og Reykjavík eru sendar til ýmissa staða í Vestur-Evrópu og Ameríku ásamt flugvallarspám. Aðfaranótt laugardagsins 18. júlí 1970 voru íslenzkir veðurfræðingar að undir- búa flugspár fyrir flugumferðina fram til kl. 12 um daginn. Gert var ráð fyrir vestlægum og norðvestlægum 100 hnúta vindum í 30.000 feta hæð og 50 til 60 hnúta vindum í 18.000 feta hæð yfir hafinu milli fslands og Grænlands. Auk jtess var spáð talsverðri kviku í skotvindinum á sömu slóðum. Umferðin um Keflavíkurflugvöll hafði verið allmikil undanfarna daga, þar eð við hina venjulegu umferð farþegaflugvéla liafði bætzt flug rússneskra vöru- flutningavéla. í Suður-Ameríkuríkinu Perú höfðu jarðskjálftar, flóð og skriðuföll valdið miklu tjóni á fólki og luisuni. Ýmsar þjóðir höfðu brugðið skjótt við og sent lyf, VEÐRIÐ --- 27

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.