Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 3

Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 3
VEÐRIÐ TÍMARIT HANDA ALÞÝÐU UM VEÐURFRÆÐI KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 150,00 1. HEFTl 1972 17. ÁRGANGUR RITNEFND: JONAS JAKOBSSON FLOSI H. SIGURÐSSON PÁLL BERGÞÓRSSON MARKÚS Á. EINARSSON AFGREIÐSLUSTJÓRI: GEIR ÓLAFSSON DRÁPUHLÍÐ 27 - SÍMI 15131 Úr ýmsum áttum Höfundar. Venja hefur verið að geta i þessu inngangsspjalli nýrra höfunda og þátttakenda í útgáfu þessa tímarits. Hér ritar nú Hreinn Hjartarson veðurfræðingur grein í fyrsta sinni og fjallar um ljósefnafræði. Hreinn er fæddur 9. júlí 1946 á Undra- landi í Iíollafirði í Strandasýslu, en foreldrar lians eru Hjörtur Sigurðsson lager- maður á Akureyri, áður bóndi á Undralandi, og kona hans Sigríður Pálsdóttir. Stúdentspróf tók Hreinn á Akureyri vorið 1965, en hóf að því loknu nám í veður- fræði og skyldunt greinum við Háskólann í Osló. Lauk hann embættisprófi í veðurfræði haustið 1971. Hreinn hefur á yfirstandandi ári starfað sem veður- fræðingur í áhaldadeild Veðurstofunnar og einkum unnið að búveðurfræðilegum athugunum og eftirliti með veðurstöðvum. Hann mun þó ekki ílendast á Veðurstofunni að sinni, því að á næsta ári hyggur hann á framhaldsnám í Osló. Skortur d veðurfræðingim. Alvarlegur skortur er nú að verða á íslenzkum veðurfræðingum eins og sjá má á því, að fastar stöður veðurlræðinga við Veðurstofuna hafa um árabil verið 16 talsins, en nú eru þrjár þeirra óskipaðar og allar horfur á, að þær verði fjórar á fyrri hluta næsta árs. Er þetta að sjálfsögðu mjög bagalegt, ekki sízt með tilliti til þess, að verkefni fara sívaxandi og þörf væri á að taka upp ýmsa rannsókna- starfsemi. Þess verður þó að geta í þessu sambandi, að til eru íslenzkir veðurfræðingar, sem ekki starfa nú lijá Veðurstofunni og leyst gætu úr þessum vanda, ef þeir fengjust þar til starfa. Mjög vafasamt verður hins vegar að telja, að svo verði að marki á næstunni. Alvara þessa máls kemur bezt í ljós, þegar annars vegar er haft í huga, hve fáir nýir veðurfræðingar hafa bætzt í hópinn síðustu 10—12 árin og hve langt námið er, og hins vegar, að meiri hluti íslenzkra veðurfræðinga er nú kominn unt eða yfir rniðjan starfsaldur. Er sýnilegt að mjög lítið má út af bera svo að ekki komi til hreinna vandræða. VEÐRIÐ -- 3

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.