Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 12

Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 12
mælingar væri að ræða. Verður liér á eftir bent á þau atriði, sent sérstaklega geta vaklið ónákvæmni, þar sem það á við. Jafnframt því, að hvatt skal til aukinna mæiinga, bæði á sólgeislun og uppgufun, sem leiða myndu til bættra niðurstaðna, er sú von látin í ljós, að þessir útreikningar geti komið þeim að nokkru gagni, sem hérlendis vinna að rannsóknum tengdum ræktun, orkubú- skajr og vatnsbúskap. Sólgeislun. í Reykjavík hafa frá 1. júlí 1957 verið gerðar sólgeislunarmælingar, auk al- mennra veðurathugana og mælinga á fjölda sólskinsstunda, sem fyrir voru. Á grundvelli niðurstaðna fyrstu ?>y2 árs mælinganna voru reiknaðar fylgnilíkingar milli relatívrar sólgeislunar, G/G0 (G: sólgeislun; G0: sólgeislun við heiðskíran himin) annars vegar og nokkurra veðurþátta hins vegar (sjá ritgerðina, „Global radiation, and its relation to some meteorological elements", Meteorologiske Ann- aler, Osló, 1966). Kom í ljós, að rnest er fylgni G/G„ við relatívan fjölda sólskins- stunda S/S0 (S: fjöldi sólskinsstunda, S(): fjöldi sólskinsstunda við lieiðskíran him- in) og meðalskýjahulu, Nd (í áttunduhlutum himinhvolfsins) kl. 08, 14 og 20 ÍMT. Mánuðina marz — október er fylgni milli G/G0 og S/S0 á bilinu r = 0.906 til r = 0.963, sem er mjög gott, og milli G/G0 og Nd, r = — 0.773 til r = — 0.904. Sem kunnugt er væri r = 1.0 í fyrra tilvikinu, en r = — 1.0 í þvi síðara, ef um fullkomið samhengi væri að ræða. Vetrarmánuðina var fylgni minni. Þess skal getið, að gildi fyrir G0 og S0 eru fengin nteð því að athuga sérstaklega mælingar á heiðríkum dögum. Gildi Gu í öðrum landshlutum má síðan ákvarða reikningslega. Sem dæmi um form fylgnilíkinganna fara hér á eftir líkingar fyrir júlí-mánuð. (G/G„ og S/S0 í %): G/G(l = 0.7418 - S/S0 + 31.64 G/G„ = - 11.155-Nd + 122.49 Prófun allra líkinga á gögnum alls tímabilsins fram til 1967 gaf mjög góða raun. Reyndist munur á reiknuðum og mældum gildum geislunar innan við 4%, þegar S/S0 var notað við útreikningana, og mjög svijraður, þótt Nd væri notað. Líkingar á ofangreindu formi fyrir hvern mánuð ársins voru notaðar til að reikna út áætluð meðalgildi sólgeislunar áratuginn 1958—1967 fyrir 5 veðurstöðvar, sem hafa mælingar á fjölda sólskinsstunda og um 30 stiiðvar, sem áætla skýjahulu kl. 08, 14 og 20 IMT. Eins og áður sagði getur ýmislegt haft áhrif á nákvæmni út- reikninganna, og er rétt að geta nokkurra atriða í því sambandi: Líkingarnar sjálfar eru byggðar á mælingum í Reykjavík, og gefa því að lík- indum beztu niðurstöður á svæðum, þar sem veðurfar er svipað. Má t. d. geta sér til, að þær eigi betur við á Suður- og Vesturlandi en á Norður- og Austur- landi. Reikna má með, að geislunargildi á þeim 5 stöðvum, sem hafa sólskinsmæla séu áreiðanlegri en gildi byggð á skýjaathugunum. Skýjahuluathuganir byggjast 12 VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.