Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 13

Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 13
á mati einstakra athugunarmanna, og getur verið urn að ræða kerfisbundnar villur í mati Jteirra. Á stöð, þar sem skýjahula er rétt metin, Jtegar alskýjað er (sent að meðaltali er unt 15 daga í mánuði), en ætíð með i/s skekkju í söntu átt annars, verður útreiknað gildi sólgeislunar skakkt um 10% að sumarlagi. Ekki er með neinni vissu unnt að dæma um, hvort villur eru í mati á skýja- liulu, þar sem ekki eru sólskinsmælar. Jafnvel er það svo, að enda Jtótt sjá megi breytingu, Jtegar skipti verða á veðurathugunarmönnum, er oft erlitt að sjá, hvor hafi réttara fyrir sér. Einungis auknar sólskinsmælingar geta leyst þennan vanda, en ljóst er, að slík aukning ntun taka fjölda ára og er því langt að bíða niðurstaðna. Rétt Jtótti því, þrátt fyrir ofangreinda annmarka, að nota N(1 til að áætla G/G(1, enda fylgni Jtar á milli góð, sem fyrr sagði og auk Jtess illmögulegt að áætla geislunargildi á annan liátt. Á Jteim 5 stöðvum, þar sent reikna mátti geislunina á tvennan liátt, [j. e. nteð Jjví að nota bæði S/Su og N(1 kom einnig í ljós. að furðu lítill munur reyndist vera á niðurstöðunum. Reyndist Iiann yfirleitt vera langt innan við 5%, nema yfir háveturinn, með örfáum undantekningum þó- Áður var nefnt, að 10 ára tímabil væri of stutt til að gefa örugg langtíma- meðaltöl. Má sem dæmi urn sérstöðu [jess tímabils, sem notað var, nefna, að í Reykjavík og annars staðar á Suðvesturlandi var sólgeislun lægri í júní en í maí og júlí, þrátt fyrir, að í júní er sól liæst á lol'ti. Varla er ástæða til að ætla, að slíkt kæmi fram önnur 10 ára tímabil, eða t. d. í 30 ára meðaltölum. Rétt er nú að víkja að niðurstöðum geislunarútreikninganna. Ekki er unnt í grein sem Jjessari að gera í smáatriðum grein fyrir tölulegum niðurstöðum, og vísast til sjálfrar ritgerðarinnar í Jjví efni. í I. töflu eru Jjó sýnd dærni um meðal- geislun einstakra mánaða árabilið 1958—1967, skv. mælingum í Reykjavík, en út- reikningum á Jjeint 5 stöðvum, Jjar sem mældur er ljöldi sólskinsstunda. 7. tafla Sólgeislun 1958—1967, cnl • cmr2 • rfflg-1 J F M A M J J Á S O N D Reykjavík 12 53 164 289 431 412 438 351 180 81 21 4 Reykhólar 9 44 147 283 407 463 442 308 173 63 14 3 Akureyri 9 44 141 271 390 456 414 282 173 66 14 3 Höskuldarnes 7 37 132 254 369 470 384 259 163 56 12 2 Hallormsst. 9 54 157 280 408 473 419 288 188 72 15 4 Hólar í Hornaf. 12 61 163 280 413 432 400 313 190 80 22 5 Þess má geta, að mánaðargeislun er á liverjum stað afar breytileg frá ári til árs, sem vænta má i landi, Jjar sent veðrátta er svo breytileg, sem raun ber vitni. Má sem dæmi nel'na, að í Reykjavik er liæsta mælda mánaðargildi maí-mánaðar, síðan mælingar hófust 575 cal • cnr2 • dag-1, en Jjað lægsta 353 cal • cnr2 • dag-1. Til glöggvunar voru fyrir hvern mánaðanna inarz—október teiknuð kort á VEÐRIÐ -- 13

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.