Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 14

Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 14
grundvelli hinna útreiknuðu geislunargilda, og er kortið fyrir júlí-mánuð sýnt á 1. mynd, en svipur kortanna er ámóta flesta mánuði. Kortið sýnir, að hámark geislunar er að finna á tveimur svæðum, þ. e. á Suðurlandi, vestan Mýrdalsjökuls, og á svæði er liggur til norðurs norðan Vatnajökuls um Mývatnssveit allt til Tjiirness. Lágmarkssvæði liggur hins vegar úr innanverðum SkagaiirSi til Kjal- svæðisins, og þaðan reyndar að lilula til vesturs, allt til Dala. Línurnar á kortinu eru teiknaðar samkvæmt gildum frá þeim stöðvum, sem merktar eru nteð hring, og gefur það því aðeins mjög gróft yfirlit yfir niðurstöður. Vegna möguleika á röngu mati á skýjahulu er nokkur hætta á, að hæstu hámarksgildi séu e. t. v. of há og iægstu lágmarksgildi of lág, og að geislunarmunur ætti að vera nokkru minni en kortið sýnir. Þannig hefur þegar komið í Ijós, að hámarkið á Suðvesturlandi ætti að vera dálítið lægra. Rétt er einnig að Itenda á, að mælingar á Hveravöllum stóðu aðeins 3i^ af þeim II) árum, sem liér eru meðhöndluð. Þrátt fyrir þetta má sjá á kortinu, að yfirleilt styðja nokkrar stöðvar hver aðra, t. d. á hámarks- og lág- markssvæðum. Uppgufun. í upphafi var þess getið, að mjög lítið hafi verið urn uppgufunarmælingar hér- lendis fram til þessa. Hér, sent og víðast hvar erlendis, hefur því orðið að fara 14 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.