Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 16
argufun fyrir fleiri stöðvar, þar eð rakamælingar skorti á því tímabili, sem um ræðir. Aður en vikið er að niðurstöðum skal endurtekinn sá fyrirvari, sem fyrr var hafð- ur á um sólgeislun, en jafnframt skal þess þó getið, að enda þótt þáttur liðarins H í líkingu Penmans sé 2—3 sinnum liðurinn Ea á sumrin, þá er hann mun minni vor og haust og hverfandi yfir vetrarmánuðina. Reynslubundnar líkingar eru ekki alls staðar jafn nákvæmar, og líklega hvergi eins nákvæmar og á þeim stað, þar sem þær voru fundnar. Hins vegar var jress áð- ur getið, að líking Penmans hefur gefið góða raun í nálægum löndum, og liefur verið mælt með notkun hennar til útreikninga langtímameðaltala, bæði af aðilum, sem fjallað liafa um uppgufun innan Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) og alþjóðavatnafræðiáratugsins (IHD). Samanburður á útreiknuðum gildum gnóttargufunar samkvæmt líkingu Pen- mans og mælingum með „class A“ uppgufunarpönnu í Reykjavík sumurin 1968— 1970, leiddi í ljós, að hlutfallið class A/Ep var að meðaltali fyrir sumarið 1.10, lægst í júni, en síðan vaxandi, eftir því sem á sumarið líður. Er sú niðurstaða í góðu samræmi við sams konar samanburði, sem gerðir hafa verið í Danmörku og Noregi, og eykur því traust á gildi líkingarinnar hér á landi. Við túlkun á niðurstöðum þeim, sem hér fara á eftir verður að hafa hugfast, að gnóttargufun er tilgreind fyrir grasflöt eða gróið land. Þar sem yfirborð er allt annað, t. d. sandur eða hraun, verður niðurstaða önnur. Uppgufun frá vatnsfleti má þó sem áður sagði, ætíð reikna út frá gildum gnóttargufunar. I 2. töflu eru gefin upp mánaðameðaltöl gnóttargufunar 1958—1967 fyrir ör- fáar stöðvar. 2. lafla Gnöttargufun 1958—1967, mm. J F M A M J J Á S O N D Ár Reykjavík 7 12 28 50 86 92 97 72 36 13 6 13 512 Reykhólar 7 9 23 42 73 93 93 63 33 10 8 10 464 Akureyri -2 1 12 34 70 95 87 56 29 5 0 2 389 Raufarhöfn 6 8 17 36 60 82 70 45 24 6 10 16 380 Hallormsst. 10 5 20 44 76 100 90 58 32 11 10 4 460 Hólar I Hornaf. 7 8 28 50 81 90 84 63 34 12 5 6 468 í þessum tölum kemur fram það sama og áður í geislun sumarmánaðanna, að gnóttargufun er mest í júlí við suðvesturströndina, en í júní í öðrum lands- hlutum. Hámarksmánuðina nær gnóttargufunin sums staðar 100 mm. Einnig má sjá af töflunni, að á Akureyri keniur neikvætt gildi fyrir í janúar. Kemur þetta fyrir á 4 stöðvum til viðbótar í janúar, og á 4 stöðvum í nóvember og des- ember, og eru þær allar nokkuð fjarri opnu hafi. Vafi leikur á, hvort líta beri á 1 6 - VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.