Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 22

Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 22
JÓNAS JAKOBSSON: Lofthiti yfir Reykjanesskaga Hitaritin, sem hér birtast, ertt frá haustinu 1971 og vetrinum á eftir, en liann hefur fengið þau eftirmæli, að hann væri hinn bezti, sem lengi hefur komið. Haustið var þó kalt. Októbermánuður var milli einni og hálfri annarri gráðu kaldari en í meðallagi miðað við áratuginn 1954—’63. Fyrstu dagana var vindátt breytileg, svo að loft barst ekki langt að, en hinn 3. flæddi hingað norður hlýtt hafloft alllangt sunnan af hafinu. Kemur það greinilega fram á hitaritun um. Lægðin, sem þessum hlýindum olli, fór norður með Vestfjörðum og dró síðar að kalt loft vestan af Grænlandshafi. Næsta lægð, sem kom suðvestan að, lenti fyrir sunnan land. Hún dýpkaði l'yrir austan landið og veitti suður ylir það heimskautalofti frá Norðaustur-Grænlandi. Með því kom mesta kuldakast mánaðarins. Um allt land frysti, og fyrir norðan setti niður talsverða fönn, þó að vetur væri ekki kominn samkvæmt almanakinu. Um miðjan mánuðinn var komin sunnan átt á ný og hlýrra veður í bili, en hinn 17. til 19. kont aftur hcldur svöl norðlæg átt. Og þó að vindur snerist í austrið um hríð og mildaði hinn 20., var ennþá frekar kalt til 24. Þá, í byrjun vetrar, kont góður hlýindakafli í þrjá daga með lofti langt sunnan af lrafi. En síðustu daga mánaðarins var útsynning- ur og svalara í veðri. Nóvember var nærri tveint stigum kaldari í neðstu tveim kílómetrum en að meðaltali. Fyrstu vikuna gengu þrjár lægðir austur um nálægt landinu og fóru svo hratt, að þær drógu ekki að loft frá fjarlægum slóðum og urðu því ekki valdar að verulegum hitasveiflum. Sú síðasta dýpkaði þó talsvert austur af land- inu og olli tveggja daga frostakafla. Hlý suðvestlæg átt fylgdi næst. Mcð henni bárust kraftmiklar lægðir hratt austur um landið og komu með kalt loft í kjöl- farið. 1 þriðju vikunni stóð vindur af norðri frá isbreiðunni austan við Norður- Grænland. Þetta varð mesti kuldakafli vetrarins, þó að frostið í 1500 metra hæð yrði ekki nema rúm 20 stig. Með fjórðu vikunni gekk vindur í suðvestrið og hlýnaði, en síðustu fjóra daga mánaðarins voru lægðir austur og suðaustur af landinu, svo að svalir vindar af norðri og norðaustri voru ríkjandi. I desember var meðalhitinn við jörð nálægt Irostmarki, en það er rúmlega hállu stigi undir meðaltali desember á árunum 1954—’63. Hins vegar var hitinn í 500 og upp í 2000 metra hæð rétL við meðallag. Tíðarfarið í desember var mjög óstillt fram yfir liátíðar. Mikið liáþrýstisvæði var löngum yfir Suðvestur-Evrópu og hafinu þar vestur undan. Af þeini sökum lireyfðust lægðir ýrnist austur eða norðaustur um Atlantshafið norðanvert hver á eftir annarri. Eins og sést á hita- ritunum ollu þær tíðum hitabreytingum, en þær staðnæmdust aldrei lengi í nám- unda við landið, svo að hitasveiflurnar urðu ekki stórar. Eftir jólin færðist há- þrýstisvæðið norður á bóginn og settist að yfir Norðurlöndum. Hér á landi 22 --- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.