Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 28

Veðrið - 01.04.1972, Blaðsíða 28
KNÚTUR KNUDSEN: Haustið og veturinn 1971 — 1972 Okótber skiptist greinilega í þrjá hlýja og þrjá kalda kafla. Voru sveiflur í hitastigi og veðri því miklar. Fyrsta vikan var hægviðrasöm, en fremur ókyrrt upp úr því. Veðráttan var Jtó talin fremur liagstæð bændunt og skaðlaus. A norðaustanverðu landinu fennti jx'i sums staðar fé í annarri vikunni í október. Sjór gekk mjög á land 5. og 6. í Grindavík og Stokkseyri. Þá var sunnan átt og stórstreymi og hlauzt af nokkuð tjón. Nóvember. Fyrri lilutann var vindátt mjög óstöðug. Hver lægðin elti aðra austur yfir land og ýmist frysti með skammvinnri norðan átt eða hlýnaði vel með sunnan vindi. Fáir dagar voru kyrrir og oft livasst. Þ. 10 var hlýtt í veðri, t. d. 20 st. hiti á Dalatanga, en daginn eftir var orðið alhvítt liér í Reykjavík. Lægð fór austur yfir landið Ji. 15 og í kjölfar hennar norðan stormur með 10 st. frosti. Var kalt áfram næstu daga. Frá 19. til 25. var vestlæg átt og hlýnaði smám saman. Hæð var suður undan og oft súldaði á Vesturlandi. Þ. 24. komst hitinn á Austfjörð- um yfir 15 stig, en á Kvískerjum í Öræfum komst hitinn í 24 stig. Var Jietta hnúkajreyr, vestan stormur, sem steyptist ofan af jökli. Norðaustan stormur skall á }). 26. með hríð á Vestfjörðum og Norðurlandi, en frosti um allt land. Hélst Jjessi átt út mánuðinn með lítilli úrkomu og frosti. Mánuðurinn í heild var kald- ur en fremur snjóléttur. Sunnan lands var tíðin talin heldur hagstæð bændum, en lélegri nyrðra og Jió ekki ill. Desember. Veðrið í desember var lengst af óstöðugt og oft var hvasst. Fram yfir jól var heldur svalt, en þá voru austan og vestan áttir algengastar. Þó voru smátímabil á milli með norðlægri átt. Olt var éljagangur, en Jró að yfir- leitt snjóaði lítið í senn, safnast Jjegar saman kemur. Varð allt landið snævi Jjakið þegar leið á mánuðinn. Surns staðar á Vestfjörðum og við Breiðafjörð var getið um meiri jafnfallinn snjó en um langt árabil, jafnvel tugi. Tók fyrir haga og samgöngur urðu erfiðar. Þ. 27. byrjaði að hlýna. Þá var komin rnikil hæð fyrir suðaustan land, en lægðir fóru nú norðaustur um vestanvert Græn- landshaf. Stóðu hlýindin út árið. Jafnframt voru rigningar á Suður- og Vestur- landi og urðu þar sums staðar vegaskemmdir af vatnavöxtum. Mátti allur snjór heita horfinn úr byggðum fyrir áramót. Tíð í desember var talin hcldur slæm á Vesturlandi og vestanverðu Norðurlandi, en austan og sunnan lands víða í með- allagi. Janúar. Hlýindakaflinn, sem hófst strax upp úr jólum stóð óslitið til 16. jan- úar. Var áttin oftast á milli austurs og suðurs, alautt í byggð og fjallvegir færir. Þann 17. færðust kuldaskil hægt austur yfir landið og fylgdu jieim þrumuveður 28 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.