Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 3

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 3
VEÐRIÐ TÍMARIT HANDA ALÞÝÐU UM VEÐURFRÆÐI KEMUR ÚT TVISVAR Á ÁRI - VERÐ ÁRG. KR. 150,00 2. HEFTI 1972 17. ÁRGANGUR RITNEFND: JÓNAS JAKOBSSON FLOSI H. SIGURÐSSON PÁLL BERGÞÓRSSON MARKÚS Á. EINARSSON afgreiðslustjori: GEIR ÓLAFSSON DRÁPUHLÍÐ 27 - SÍMI 15131 Ur ýmsum áttum Ofviðri og mannvirki I’cLla liefti er að verulegu leyti lielgað íslenzkum stormi. Ástæðan er m. a. fár- viðrið, sem felldi Búrfellslínu fyrir jólin 1972. En aðalatriðið er, að mistiik eins og ]>á komu í ljós, endurtaki sig sem sjaldnast, og stormaskrifin eru hugsuð sem framlag til þess. Geimskipið Jörð Við vonum, að ýmsir lesendur Veðursins hafi gaman af litmyndinni, sem birt- ist á kápu þessa lieftis. Hún sýnir jörðina úr 180.000 kílómetra ljarlægð frá geimfari. Efst á myndinni er norðurpóll, en ísland er ofarlega til vinstri, undir skjannahvítri skýjabreiðu. Skýin hylja norðurlivelið mikið til suður að dinnn- bláu Miðjarðarhafi, sem er ofan til vinstra megin á myndinni. Sunnan þessara hvítu skýjarósa tekur við heiðríkjubelti, sem gengur frá vestri til austurs um alla jörðina, nálægt þrítugustu breiddargráðu. Þarna eru þó nokkrar skýjaslæður yfir höfunum og ströndunum, en löndin eru böðuð í sterku sólskininu, og eru raunar sviðin og gul af þurrkum. Þarna eru eyðimerkurnar miklu, Sahara vinstra ntegin á miðri mynd, þá Arabía og íran. Sunnan við þetta þurrkabelti er svo aftur skýj- að. Það er við miðbauginn, eða þar um bil, en sunnan við það skýjabelti er aftur þurrara, og þar blasir rauðgul Kalaharíeyðimörkin í Afríku við. Við mið- baug er oft kallað kyrrabelti, því að þar eru vindar Iiægir og breytilegir. Þar mætast sem sagt norðaustanstaðvindurinn frá norðurhveli og suðaustanstað- vindurinn frá suðurhveli. Þeir mynda víða uppstreymi þar sent þeir mætast, þar dynja hitabeltisregnskúrir úr loftinu og næra frumskóga og annan gróður og líf. Sunnan við Kalaharí tekur við skýjahekla suðurhvelsins, skreytt með ýmsum fögrurn dráttum af völdum vindsveipanna. Sólin skín á jörðina frá vinstri hlið, lengst til hægri er þess vegna skuggi, austanverð Asía í kolamyrkri. Inn í þann skugga berast löndin vestur undan, þegar jörðin snýst frá vestri til austurs. Þá kvöldar og mannfólkið gengur til náða. Bak við jarðbunguna vinstra megin er austurströnd Ameríku. Þar er sólin að rísa og góður vinnudagur fer í hönd. VEÐRIÐ 39

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.