Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 8

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 8
Ár Útreiknað Kal á Ár Útreiknað Kal á kalstig á landinu kalstig á landinu Raufarhöfn Raufarhöfn 1951 4 Kal 1962 3 Kal 1952 4 Kal 1963 3 1953 2 1964 1 1954 2 1965 4 Kal 1955 3 1966 4 Kal 1956 3 1967 5 Kal 1957 2 1968 5 Kal 1958 4 Kal 1969 5 Kal 1959 3 1970 4 Kal 1960 1 1971 4 1961 3 1972 2 ára, en í dálkinum á eftir er tekið fram, hvort getið hafi verið um kal á landinu í Veðráttunni, tímariti Veðurstofunnar. Af þessari litlu tilraun má auðvitað ekki draga of miklar ályktanir. Þó kemur þarna fram nokkuð skýr regla, að teljandi kal sé ekki á landinu, nema útreikn- að kalstig á Raufarhöfn nái 4 eða 5. En Raufarhöfn er einmitt á einu af þeim svæðum, þar sem kalið er einna verst, ef það er nokkurs staðar á annað borð. Aðrar orsakir kals Þó að telja megi, að frumorsök kalsins séu vetrarfrost og vorkuldar, er hitt víst, að aðrir þættir koma líka til, magna kalið eða draga úr því. Votur jarðvegur á flatlendi er tvímælalaust slæmur, en sendinn og þurr oftast betri. Þannig má skýra það, að í uppsveitum Þingeyjarsýslu, t. d. á Hólsfjöllum, er i meðalári minna kal en vænta mætti eftir hitafari, og kalið getur jafnvel verið meira sums staðar á láglendinu, þar sem hitafar er þó hagstæðara. Þarna kemur kannski líka til annar mikilvægur þáttur, en það eru stofnar grastegundanna. Ef til vill eru jjeir orðnir eitthvað kynbættir af þúsund þrautum í hásveitunum, um ]>að er ekki vitað, en svo mikið er víst, að túngrösin þola kalið mjög misjafnlega. Sumir hafa viljað kenna auknum köfnunarefnisáburði um mest af kali undan- farinna ára. Sú kenning hrundi algerlega á jjessu ári, 1972, jjegar ekkert kal varð, jjrátt fyrir meiri köfnunarefnisáburð árið áður en nokkru sinni fyrr. En jjótt jjessi áburður sé Jjannig engin frumorsök kalsins, Jjá er hann án efa skaðlegur, ef hann er ofnotaður, sérstaklega ef skortur er á öðrum áburðartegundum, svo sem fosfór. Þannig skýrist það iðulega hvað mikill munur er á kali á jörðum í sömu sveit. Meðferð túnanna er líka jjýðingarmikil. Seinn sláttur, haustbeit og vorbeit er skaðleg, og þannig mætti lengur telja. Allt jjetta veldur því, að við kort- lagningu á kalinu, eins og gerð var fyrir árið 1969, verður skiptingin eftir hitafari ekki nærri eins hrein og annars væri. Og eiginlega er jjað merkilegt, að liún skuli vera eins greinileg og hér hefur komið fram. 44 ---- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.