Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 13

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 13
Bæði kortin sýna, að stormar crn nrjög mistíðir. Það er þó tæpast iiægt að tala um greinilegan mun eftir landshlutum. Helzt vekur athygli, að við strend- urnar eru livassviðri yfirleitt tíðari en í innsveitum, og athuganir á Hveravöllum henda ótvírætt til, að á hálendinu sé stormasamt. Stórhöfði í Vestmannaeyj- um (hæð yfir sjó 118 m) sker sig algerlega úr meðal veðurstöðvanna, en sam- bærilegar aðstæður kunna að vera til á ýmsum stöðum í fjalllendi. Ekki er hægt að húast við því, að mesti vindhraði, sem vænta má, t. d. einu sinni á 50 árum, sé í beinu hlutfalli við tíðleika storma á hverjum stað, en áætla má markið heldur lægra á stöðum með lága stormatíðni. NiÖurstaÖa Miðað við þær mælingar, sem tiltækar eru og í aðalatriðum hefur verið greint frá hér að framan, er hugsanlegt að setja frain þá ágizkun, að mesti vindhraði, sem vœjita má einu sinni á 50 árum, sé utn 100 hnútar i 10 m hœð yfir jörðu víðast hvar við strendur landsins og á hálendinu, en þar sem staðhattir eru sér- staklega til þess fallnir að magna vindj, eigi að miða við 110 hnúta eða tneiri vindhraða. A skjólseelum stöðum má hitts vegar sennilega frera tnarkið niður i utn 90 hnúta. Þar sent áætlun þessi er byggð á mjög strjálum mælingum, getur verið mikill stuðningur að samanburði við erlendar niðurstöður frá löndum, þar sem ætla má, að aðstæður séu að ýmsu leyti svipaðar. Slíkan samanburð er að finna á korti, sem fylgir greininni „The Assessment of Wind Loads" í „Building Research Station Digest", júlí 1970. Þar kemur fram, að í Skotlandi er vindhraði, sent vænta má einu sinni á 50 árurn, áætlaður milli 46 m/s og 56 m/s, lægstur syðst, en hækkandi til norðurs og vesturs. Samsvarar hærri talan einmitt um 109 hnútum, en sú lægri 89 hnútum. Er því ekki ástæða til að ætla, að um of háa áætlun sé að ræða fyrir ísland. Reykjavík, 17. marz 1971. Adda Bára Sigfúsdóttir, Flosi Hrafn Sigurðsson. Greinargerð þessi var samin að beiðni verkfrceðinganna Ögmundar Jónssonar og Óttar P. Halldórssonar vegna könnunar á vindálagi á byggingar, setn gerð varávegum Iðnaðarmálastofnunar Islands. Greinargerðin birtist tneð grein þeirra í 2, hefti Iðnaðarmála 1971. A þeim tima, setn liðinn er frá þvi að greinargerð- in x/ar sarnin og til ársloka 1972, hefur vindhraði i hviðum einu sintti komizt yfir 100 hnúta svo að vitað sé, en það var á Stórhöfða í Vestmannaeyjum i dcs- ember 1972. Þá mœldust þar tnest 107 hnútar. Á Hveravöllum liefur fjórum sittn■ um tnœlzt meiri vindhraði, en lilgreindur er í greinargerðinni, mest 83 hnútar i desember 1972. VEBRIÐ --- 49

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.