Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 14

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 14
ÓLAFUR E. ÓLAFSSON og PÁLL BERGÞÓRSSON: Ofviðri á íslandi Þessa athugun, sem hér verður gerð grein fyrir, má skoða sem framhald af þeirri greinargerð, sem birtist í þessu liefti eftir Öddu Báru Sigfúsdóttur og Flosa Hrafn Sigurðsson urn livaða vindhraða megi búast við á íslandi. Með töl- fræðilegum aðferðunt reynum við að komast að niðurstöðu um þetta fyrir hverja einstaka veðurstöð á landinu. Þetta er þó ekki til þess gert, að bókstaflega sé farið eftir þessurn niðurstöðum á hverjum stað. Slíkt er óleyfilegt af ýmsum ástæðum, eins og síðar verður getið. Samt teljum við, að sérstök athugun á hverri stöð sé nauðsynleg forsenda almennra ályktana um stormahættu á landinu. Nokkur hugtök Áður en lengra er haldið, er rétt að gera grein fyrir ýmsum hugtökum, sem er vikið að í greininni. Meðalvindur í 10 metra hœð. Samkvæmt alþjóðlegu samkomulagi er ætlazt tii þess, að vindhraði sé mældur á veðurstöðvum í 10 metra hæð yfir bersvæði. Sá vindhraði, sem þá er átt við, ef ekki er annars getið, er 10 mínútna meðaltal vind- hraðans. Flestir vindmælar á landinu eru til þess gerðir að sýna jiessi 10 mínútna meðaltöl vindsins en ekki meðaltöl skemmri tíma. Við teljum vindhraða hér í metrum á sekúndu, en oft eru notuð einingin hnútur = 0.51 metrar á sek. Vindhviður. Á hverju 10 mínútna tímabili koma alltaf vindhviður, sem eru meiri en meðaltalið. Eftirfarandi 10 sekúndna meðaltöl vindsins í 10 mínútur að kvöldi 13. febrúar 1973 í Reykjavík gefa allgóða hugmynd um þennan breyti- leika. Vindurinn er tilgreindur í metrum á sekúndu. Hæstu og lægstu gildi eru skástrikuð. 1. nu'núta 26.5 24.5 22.5 21.5 23.5 25.0 2. mínúta 24.5 23.0 24.0 22.0 24.5 27.0 3. mínúta 26.0 24.0 25.0 29.5 29.5 30.5 4. mínúta 30.5 28.0 28.5 31.5 31.0 29.5 5. mínúta 27.0 20.5 19.0 20.5 20.0 25.5 6. mínúta 24.5 25.0 26.0 25.5 23.5 24.0 7. mínúta 24,0 25.5 28.5 27.5 27.5 25.5 8. mínúta 20.5 27.5 25.5 24.5 23.5 24,0 9. mínúta 27.0 22.0 27.5 25.5 22.0 25.5 10. mínúta 21.0 20.5 23.5 30.5 27.0 26.5 Meðaltal þessara talna er 25.3 metrar á sekúndu. Hæst sýndi mælirinn 34.5 tn/s, en sú hviða stóð minna en sekúndu. 50 ---- VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.