Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 15

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 15
Það er auðséð, að því styttri hviður sem miðað er við, því hvassari geta þær orðið. Á hvössustu mínútunni var meðalhraðinn þannig 29.8 m/s, móti 31.5 m/s á hvössustu 10 sekúndunum. Enda þótt styttri tímabil væru ekki athuguð, má leiða að því allgóðar tölfræðilegar líkur, að hvassasta þriggja sekúndna hviðan hafi verið um 33.0 metrar d sekúndu, eða unt 30% hvassari en 10 mínútna meðal- talið. í þeim athugunum, sem til eru á vindhviðum hér á landi, er lengd þeirra yfir- leitt ekki nákvæmlega tiltekin. Oftast er hviðan lesin af síritandi mæli, en til þess að hún komi fram ]tar, má reikna með, að hún þurfi að standa fáar sek- úndur. Samkvæmt athugun, sent Adda Bára Sigfúsdóttir og Flosi Hrafn Sigurðsson gerðu, eru vindhviður á Hveravöllum og í Keflavík um 25% hvassari en 10 mínútna meðalvindurinn (ABS og FHS 1971). Athugun Flosa Hrafns Sigurðs- sonar á vindmælingum í Hjarðarnesi í Hvalfirði (FHS 1971) bendir liins vegar til þess, að undir fjöllum eins og þar geti vindurinn verið miklu byljóttari en þetta. Á Stórhöfða hafa mestu vindhviðyr síðan 1968 verið að jafnaði um 28% meiri en 10 mínútna meðalvindur á sama tíma (Veðráttan). Þegar á þetta er litið, teljum við hæfilegt að áætla, að mestu þriggja sekúndna vindhviður á hverjum stað séu þriðjungi hvassari en mesta 10 mínútna meðaltal vindhraðans á stöðinni. Vindbreyting með hœð. Vegna þess viðnáms, sem yfirborð jarðar veitir vind- inum á vegferð hans, verður vindhraðinn minnstur við jörð. Margir hafa eflaust veitt því athygli, hvernig sjófuglar leitast við að fljúga rétt við öldutoppana, þeg- ar þeir berjast á móti hvössum vindi. Uppi í hér um bil 700 metra hæð yfir bersvæði er vindur þannig oft um 50—100% meiri en í 10 metra hæð. Til þess að sýna þessa breytingu vindsins með hæð má nefna töflu, sem til dæmis er byggt á í dönskum verkfræðileiðbeiningum um mat á áhrifum vinds á mannvirki: Breyting vinds með hœð yfir bersvœði. Hæð yfir bersvæði, m .... . . . . 2% 5 10 20 40 80 160 320 640 Vindhraði í % af vindi í 10 m hæð 80 90 100 110 120 130 140 150 160 I þessari töflu eykst vindur alltaf jafnmikið við tvöföldun hæðarinnar. Vindþrýstingur. Þegar spurt er um áhrif vinds á mannvirki, er það ekki hrað- inn, heldur vindþrýstingurinn eða átakið, sem þarf að þekkja. Vindþrýstinginn má telja í kilógrömmum á fermetra, liornrétt á vindinn. Ef vindurinn er talinn í metrum á sekúndu, finnst þrýstingurinn með því aff margfalda þá tölu með sjálfri sér og deila síðan með 16. Vindhraðinn 40 metrar á sekúndu samsvarar því 100 kg þrýstingi á fermetra. Þegar verkfræðingar fara með þessar upplýsingar, verða þeir auk þess að taka tillit til þess sogkrafts, sem myndast hlémegin við mann- virkin. Fnnfremur þurfa þeir að taka tillit til lögunar mannvirkisins. VEÐRIÐ — 51

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.