Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 19

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 19
50 ára ofviðri. Með 50 ára ofviðri verður hcr eftir átt við, hvaða mark vincl- hraðinn komist yfir einu sinni á 50 árum að jafnaði. Þá er átt við hraðann í mestu þriggja sekúndna hviðum, en ekki 10 mínútna meðalvind. Það er nú ætl- unin að áætla þessi 50 ára ofviðri veðurstöðvanna eftir töflunni hér á undan. í þessu skyni notum við okkur svokallað líkindagraf eða líkindalínurit (1. mynd). Það er byggt á svonefndri normaldreifingu, sem er þekkt hugtak úr töl- fræði, en hér er ástæðulítið að skýra jrað sérstaklega út. Aðalatriðið er að menn sjái, hvernig má hafa gagn af líkindagrafinu. Við teiknum upplýsingarnar um hverja stöð úr töflunni hér á undan á lík- indagrafið. Á myndinni eru teknar sem dæmi sex stöðvar, Dalatangi Reykjavík, Hveravellir, Stórhöfði, Akureyri og Galtarviti. Láréttu grönnu línurnar tákna dagafjöldann á ári, en lóðréttu línurnar merkja viðkomandi vindhraða í metrum á sekúndu. Fyrir liverja tölu í töflunni kemur einn depill á grafið, til dæmis er fyrsti punkturinn á Reykjavíkurlínuritinu J)ar sem Iínurnar fyrir 43.3 daga og 17.1 m/s skerast, o. s. frv. Það sýnir sig með allar þessar stöðvar, að deplarnir fyrir hverja þeirra eru nærri jrví að vera á beinni línu. Sérstaklega er Jretta áberandi um Stórhöfða, og yfirleitt gildir þetta vel um allar vindmælastöðvar á landinu. Með góðum líkum má Jress vegna ætla, að framlenging línuritanna upp að efstu þverlínu grafsins fylgi sömu beinu linunni. í Jressu liggja kostir líkindagrafsins, Jrar sem Jrað á við, og af Jjví fær Jrað nafn sitt. Nú er efsta þverlínan einmitt merkt með 0.02 dögum á ári, en Jrað er sama og einn dagur á 50 árurn. Þar sem línurit hverrar stöðvar sker Jressa efstu línu, get- um við sem sagt lesið í metrum á sekúndu, yfir hvaða mark 10 mínútna vind- hraðinn komist einu sinni á 50 árum. Til Jress að ætlast á um samsvarandi þriggja sekúndna vindhviðu, bætum við þriðjungi við þessa tölu. Þar með er sennilegt 50 ára ofviðri stöðvarinnar fundið. Á kortinu á annarri mynd eru svo sýnd 50 ára ofviðrin á mörgum veðurstöðvum um land allt, eftir Jressari aðferð. Sérkenni ofviðrakortsins. Sennileg ónákvæmni. Margt bendir til Jx'ss, Jki að Jrað verði ekki rakið hér, að jafnvel á vindmælastöðvum séu ýmsar skekkjur í skýrslunum, vegna mismun- andi mæla og uppsetningar. Okkur sýnist Jró tvímælalaust, að tölurnar á vind- mælastöðvunum séu áreiðanlegri en á hinum stöðunum, Jrar sem vindur hefur verið áætlaður. Sérstaklega virðist oft ósamræmi í Jrví, hvernig menn meta háu vindstigin, 11 og 12 (yfir 28.4 m/s og 32.6 m/s), en niðurstaða okkar er óhjá- kvæmilega mikið komin undir Jrví. Þess eru dæmi, að á sama staðnum breytist áætlað 50 ára ofviðri um 20 m/s, að ]>ví er virðist, Jregar skipti verða á athugunar- manni. Á fáum stöðum kemur fram slíkt ósamræmi milli stöðva, að varla getur skeikað minna en 10—15 metrum á sekúndu. Og skekkja, sem samsvarar 5—10 m/s, sýnist okkur nokkuð algeng. VEÐRIÐ --- 55

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.