Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 24

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 24
Veðrasömustu áttir í Skagafirði í sambandi við þau skrif um mestu veður á íslandi, sem birtast í þessu hefti, er fróðlegt að rifja upp allýtar- legar lýsingar á staðbundnum veðr- um í sóknalýsingum, sem voru flest- ar skrifaðar fyrir miðja 19. öld. Hér keniur glögglega fram í skagfirzku lýsingunum, að mestu veðrin eru uær undantekningalaust ofan af næstu fjall- görðum, af vestri eða suðvestri með- fram fjöllunum vestan megin, en af austri eða suðaustri austan til í Skaga- firði. p. ]{. Til glöggvutmr lesendum er hér yfir- litskort nf Skagafirði. Hvarmns- og Ketusóknir, 18-10. (Björn Arnórsson). Mest eru liér víðast veður af landnorðri og útsuðri, líka stundum af landsuðri, en ekki fer það eftir vissum árstímum. Fagraness- og Sjóarborgarsóhnir, 18-10. (Jón Reykjalín). Á Reykjaströndinni eru skaðvænust vestanveðrin, sem valdið hafa stórskemmd- um á húsum, heyjum og skipum. Mest eru þau á Fagranesi, Daðastöðum og Reykjum, því á þessum stöðum standa þau af nibbum og gnípum, þar fjallið er liæst, og nefnast Nóanibbur og Sandfell sunnan Reykjadal. Annars staðar eru þar að sönnu veður rnikil, en ekki eins hætluleg. Blaktir ekki hár á höfði milli byljanna, en við þessum stenzt varla neitt færanlegt. Austan og SV-veður eru mest í Heiðar- og Skálahnjúksdölunum og Borgarsveitar neðri byggðinni. Norð- 60 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.