Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 25

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 25
an- og landnorðanstormar blása oft vikum saman hvíldarlaust inn eftir firðinum, bæði sumar og vetur; fer það ei eftir árstíðaskiptum, helzt samt á haustum, en eins verður það bæði vetur og sumar, þegar stirt árar. Reynistaðar-prestakall, 1839. (Gisli Konráðsson). í prestakalli þessu, einkum í Sæmundarhlíð, eru stórviðri ntest vestan og út- sunnan, snjór og rigningar útnorðan, næðingasamast og frostharðast landnorðan. Stilltust (er) austanátt, en eigi eru merki til veðurbreytinga lögð einn tíma heldur en annan, nema livað oftast er norðannæðingasamast á vorum og tíðast af þeirri átt rennidrif á vetrum. Glaumbeejar- og Viðimýrarprestakall, 1839. (Gísii Konráðsson). I öllu jjcssu prestakalli, einkum við fjallgarðinn, eru mest veður útsunnan og vestan, en á landsunnan í Hólmi, rigninga- og snjóasamast útnorðan, stilltust austanátt og þráviðrasömust; næðingasömust landnorðanátt og köldust, einkum á vorum, og tíð rennidrif á vetrum í Hólmi'og á Eylendinu. Mœlifells- og Reykjaprestakall, 1839. (Jón Konráðsson). J allri Tungusveit, einkum með fjallgarðinum, koma mest veður, snjór og rign- ing af suðvestri, en minnst af austri, en ekki á einum tíma framar en öðrum. Yfir liöfuð jtykir sveit jx'ssi ekki framar öðrum svo snjóasöm að tiltökumál sé. Austanátt er hér staðviðrasömust, sunnanátt hlýjust og þurrkasömust, landnyrð- ingsátt köldust. Goðdala- og Ábœjarprestakall, 1840 (Jón Benedilitsson). Þegar á allt er litið, eru dalir jjessir teljandi með hinum veðursælli plássum, Jjó eru veður af austri bráðust og hörðust í Austurdal, af vestri í Svartárdal, en af suðri eða ]jó lieldur landsuðri hér í Vesturdalnum, sem er í miðju dalanna, og er hann jjeirra veðursælastur. Miklabœjarprestakall, 1840. (Jón Jónsson). Ekki er mjög veðrasamt, en mest koma jjau frá austri og suðaustri og lielzt á vetrum og haustin, en minnst fyrri partinn af sumrinu. Flugumýrar- og Hofsstaðaprestakall, 1843. (Jón Halldórsson). Tíð og skaðvænleg eru hér austanveður á öllum ársins tíntum; ekki má liér rigningasamt kalla, en snjókoma mest landnorðan, jjó tíðara berangur, köldust norðanátt, heitust landsunnan, austanvindar sterkastir á haustum. Ripursókn, 1840. (Jón lleykjalin). Veðrasamast af landsuðri og hlýjast, kaldast af norðri, úrfella- og snjóasamast af útnorðri, af öðrum áttum þerrasamt. VEÐRIÐ — 61

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.