Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 27

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 27
JÓNAS ]AKOBSSON: Lofthiti yfir Reykjanesskaga Vor- og sumarmánuðirnir 1972 voru flestir kaldari en í meðallagi um sunn- an- og vestanvert landið. Kom það greinilega fram í sprettu garðávaxta, sem var iakari en í meðalári, þrátt fyrir, að næturfrost ullu ekki skaða fyrr en seint á haustinu. Hins vegar reyndist grasspretta ágæt, og má e. t. v. þakka það því, hve veturinn var mildur. Þar að auki mun koma til, að gras þarf ekki eins háan hita til vaxtar og t. d. kartöflur. Ef misserið er alhugað í heild, kemur í ljós, að hitinn í tveggja km liæð er mjög nálægt meðallagi áratugsins 1954—-’63. Við jörð er allt annað uppi á teningnum. Þar er 0.7 gráðum kaldara en meðaltalið. Ástæðu kælingarinnar neðst er að leita í hinni ríkjandi hafátt. Sjórinn er á þessum árstíma nokkru kaldari en loftið, og áhrif hans dvína þvi ofar, sem dregur. f apríl var 0.8 stigum kaldara en í meðallagi við jörð, en í tveggja km hæð var aðeins 0.1 stigi kaldara en meðaltalið er jrar uppi. Fyrsta daginn var vindur breyti- legur, en daginn eftir gerði norðan átt, sent stóð í viku. Var þetta kaldasta vikan eins og raunar er eðlilegt, Jíví að á Jressunt tíma árs fer ört hlýnandi, Jtegar dag- inn lengir óðuni og sól hækkar á lofti. Hinn 9. kom mikil lægð suðvestan að, vindur snerist til austurs og Jrað dró úr kuldanum. Næsta lægð komst norður með vesturströnd landsins, svo að Jrann 12. brá til útsynnings. Hinn 15. byrjuðu hlýindi, sem entust í tíu daga. Vindur var Jrá ýmist á suðaustan eða sunnan, og suma dagana barst hingað til lands loft mjög langt sunnan af hafi, einkum upp úr 20., sem var sumardagurinn fyrsti. Að kvöldi hins 24. kólnaði nokkuð með út- synningslofti vestan af Græníandshafi. Og í kjölfar næstu lægðar, sem kom að- vífandi úr vestri, kólnaði með norðan átt, sem hélzt fram yfir mánaðamót. Á þessu misseri var maí eini mánuðurinn, sem var lilýrri en í meðallagi miðað við árin 1954—’63. Við jörð munaði 0.8 stigum, en 0.4 stigum í tveggja km liæð. Hann er tiltölulega hlýrri næst jörðu en ofar. Mun ]>að stafa af því, að austlæg átt, landátt, var tíðust, sólfar talsvert og jörð venju fremur hlý og þurr miðað við árstíma. Mánuðurinn byrjaði með norðaustlægri átt og kulda, en annan daginn snerist vindur á suðaustrið, og Jrað hlýnaði hægt og hægt. Þó gerði næturfrost í 500 metra hæð þann 4. Það var síðasta frostið á vorinu í Jreirri hæð. Fyrsta frostið Jrar í haust kom ekki fyrr en 10. október. Sumarlengdin, ef miðað er við frostleysu í hálfs kílómetra hæð frá sjó, liefur Jn'í orðið 22i/ó vika, sem er hálfri annarri viku lengra en áður hefur orðið, síðan þessar liita-athuganir hóf- ust með árinu 1954. Að meðaltali hefur lengd sumarsins verið hálf nítjánda vika. Mild austan og suðaustan átt ríkti fram lil 13. Þá gerði nokkurra daga út- synning og varð svalara í bili. Hinn 20. hlýnar á ný, eins og sjá má á hitaritunum. Þá er vindur líka kominn á suðaustan, og fram að þeim 25. hlýnar, en Jrá náði til landsins loft suðaustan frá Spáni og Frakklandi. í tæpa viku seinast í mán- VEÐRIÐ 63

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.