Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 28

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 28
uðinum var mun svalara, cn þá var licr á ícrðinni lolt norðaustan af Noregs- hafi. i júní var nærri heilli gráðu kaldara en í meðallagi við jörð, og þegar komið var upp í 1500 metra hæð var hálfri annarri gráðu kaldara en meðaltalið er þar í júní. Norðlæg átt var alltíð, og stafar loftkuldinn af þvi. Fyrstu vikuna kom loftið frá Noregshafi eins og síðast í maí. Undantekning var þó liinn 5. eins og vel sést á hitaritunum. Þann dag náði til Suðurlands vindstrengur austan frá Suður-Noregi. í annarri vikunni var vindátt hreytileg, svo að loft frá nálægum breiddargráðum var ríkjandi, þó með þeirri undantekningu, að liinn 12. kom hingað loft frá nágrenni Bermuda og gætir þess vel á hitaritinu fyrir 1500 metra liæð. Upp úr miðjum mánuðinum var kaldasti kaflinn. Þá barst til landsins kalt loft með útsynningi um sunnanvert Grænlandshaf, komið sunnan fyrir Hvarf frá norðurhéruðum Kanada. 1 fjórðu vikunni var vindur breyti- legur fyrst og síðar norðanstæður, en seinustu tvo daga mánaðarins var aust- læg átt og lítið eitt hlýrra. Júlí var mun kaldari en venjulega, einkum við jörð. Þar munaði 1.4 stigum, en aðeins 0.3 í tveggja km hæð. Ástæðan fyrir hinum lága hita við jörð var þrálát hafátt og vætutíð suðvestan lands. Þráviðrið verður bezt dæmt af því að eftir þann 10. brá aldrei fyrir norðan eða austan átt heldur var suðvestan vindur ríkjandi í lofti svo að segja hvern einasta dag. Fram að 10. var oftast hæg norðlæg átt. Aldrei varð þó mjög kalt, og liitasveiflur voru ntjög litlar bæði þá og síðar í mánuðinum. Ágústmánuður varð 1.3 gráðum kaldari við jörð en í meðallagi. í eins kíló- métra hæð munaði einu stigi, en ekki nema tveim tíundu úr stigi í tveggja km hæð. Fins og í júlí er lillölulega kaldast neðst, og kemur þar frarn kæling frá sjónum eins og þá, en hafátt var miklu algengari en landátt. Fyrsta daginn var hæg vestlæg átt, en næsta dag var vindur kominn á norðan, og entist norðan áttin samfellt fram til 10., cða nokkuð á aðra viku. Sunnan lands var þurrkur alla þessa daga, og má segja, að þessi þurrkakafli bjargaði algerlega heyskap Sunnlendinga á sumrinu. Væri fróðlegt, ef hægt væri að reikna út, hve mikils virði þurrkdagarnir níu væru í heinhörðum peningum. Það sem eftir var mánað- arins ríkti suðlæg átt allan tímann, og var útsynningur tíðastur. Litlar hita- sveiflur voru í fyrstu, en nokkuð ber á þeim, jtegar líður á mánuðinn. Þá kólnar í kjölfar liverrar lægðar um leið og hún rennir hjá til austurs norðan við landið. Hún dregur þá að haustsvalt loft vestan yfir Grænlandshaf frá Davíðssundi og Baffinslandi. I september var hitinn við jörð hálfu stigi lægri en í meðallagi. Mun þar enn gæta kælingar frá sjónum, sem virtist í svalara lagi suður og vestur af land- inu í sumar og haust, því að í eins kílómetra hæð var loftið 0.6 stigum hlýrra en í meðallagi í september og hálfu öðru stigi hlýrra í tveggja krn hæð. Það hefur ]jví komið frá nokkuð hlýjum og suðlægum slóðum þrátt fyrir kuldann neðst. Hita- ritin sýna talsvert meiri sveiflur en í mánuðunum á undan. Ber mest á all- djúpum dal fyrri hluta mánaðarins, eða vikuna 5. til 12. Það var líka eini kaflinn, 64 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.