Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 31

Veðrið - 01.09.1972, Blaðsíða 31
Oft hef ég liugsað um hygmyndir þínar um hafísspár út frá liitamælingum á Jan Mayen. Sumarið 1917 var það kaldasta sumar, sem ég man. Um miðjan september var ég að slá á blautu engi. Ljárinn varð sívalur af klaka löngu fyrir sólarlag, og í júlí var hitastigið oft 2 gráður að deginum. Trúlega hefur verið lágt hitafar þá norður í höfum. Það stóð ekki á framhaldinu. Héraðsvötn komin á hestís snemma í október, allir firðir fullir af hafís í janúar og frostið marga daga 36—38 gráður hér. En mesta ísaár á þessari öld tel ég ísaveturinn 1902, því þá kom ísinn tímalega og fór ekki fyrr en 11 vikur af sumri. Þá var víða lítið gras það sumar, greri bæði seint og lítið. Hafísinn er náttúruafl, sem mennirnir ráða ekki við frekar en eldgos og jarðskjálfta. Aðeins ef menn mættu vita, að nú ræki ísinn að landi á næsta vetri, gætu menn fækkað fénaði og birgt sig upp með brýnustu nauðsynjar. Það voru ráð gömlu búmannanna, en frostin, kölin og grasleysið, sem fylgir ísaárum, held ég að verði óþjált að sigra. Ég er á langri ævi búinn að sjá, að ræktaða landið þolir illa kalda veðráttu, til muna verr en óræktað land, og mikið af sáðgresinu þolir illa ágang búpenings. Ég er hræddur um stór vanhöld, þegar farið verður að dreifa grasfræi um fjöll og öræfi. Það er víst, að á eftir þarf að fara eitthvert hóf á átroðningi af fénaði, og þar með gæsum. Vandamálin clta livert annað. Hróbjartur Jónasson. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS Laugavegi 103 - Sími 24425 VEÐRIÐ — 67

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.