Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 6

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 6
lands, en frá 1941 á vegum ríkisins. Hóf hann þá strax umfangsmiklar korn- ræktartilraunir og var brautryðjandi á því sviði. Hann gerði einnig merkar til- raunir með ræktun á sandi, og var þar bæði um gras-, korn- og kartöflurækt að ræða. Náði hann miklum og sumpart óvæntum árangri með viðeigandi áburðar- gjöf. En árangurinn af þessu starfi Klemenzar og annarra brautryðjenda má bezt sjá að Gunnarsholti á Rangárvöllum og á Skógasandi, þar sem áður voru svartir sandar, en eru nú víðáttumiklar, iSjagrænar og frjósamar grassléttur. Þá má geta þess að Klemenz var mikill áhugamaður um skógrækt og gerði tilraunir meS ræktun og notkun skjólbelta á Sámsstiiðum. Þar tók hann og upp tilraunir með hraðþurrkun á grasi og framleiðslu grasmöls, og var það uppliaf grasmjöls- og graskögglagerðar hér á landi. Klemenz ritaði fjölda greina um kornrækt og landbúnað í blöð og landbún- aðarrit og á hann hlóðust ýmis trúnaðarstörf fyrir sveit og sýslu, svo sem títt er um athafnamenn. Hann kvænlist árið 1929 Ragnheiði Nikulásdóttur frá Kirkju- bæ í Fljótshlíð, en hún lézt árið 1950. Seinni kona Klemenzar, Þórey Jónína Stefánsdóttir, lifir mann sinn. Klemenz hafði mjög næman skilning og áliuga á sambandi veðurs og ræktunar og tók því þegar i október 1927 upp veðurathuganir á Sámsstöðum i’yrir Veður- stofuna. Hélt liann þeim áfram þar í nær 40 ár unz hann lét af tilraunastjóra- starfinu fyrir aldurs sakir. Flutti hann þá að Kornvöllum í Hvolhreppi, þar sem liann hafði reist sér nýbýli. Áhugi lians á veðri og ræktun var óbreyttur og bauðst hann því til að gera veðurathuganir á ICornvöllum, endurgjaldslaust sem fyrr. Hélt hann þeim áfram um tíu ára skeið allt frarn til 9. maí 1977. Að kvöldi þess dags gekk liann út í garð sinn til að undirbúa jarðveginn og huga að vorverkum, en hneig þá niður og liafði lokið lífsstarli sínu tæpra 82 ára að aldri. Flosi Hrafn Sigurðssoti. RITFREGN Fyrir nokkru kom út á vegum Veðurstofu íslands skýrsla, er nefnist „Hafís við strendur íslands, október 1969—september 1970“. Er hér um að ræða 77 blað- síðna lrók á íslensku og ensku. f stuttum inngangi er gerð grein fyrir lofthita og ástandi sjávar á ísárinu 1969—1970, en í meginhluta ritsins er lýst veðráttu og hafís í hverjum mánuði fyrir sig, og birtar þær ísfregnir, sem Veðurstol’unni bárust. Nokkur ískort fylgja, og eru þau einkum gerð el'tir ískönnun Landhelgis- gæslunnar. Að lokum eru svo töflur um dreifingu liafissins við strendur landsins og daglegar breytingar hans á árinu, og er þar ntiðað við hafís í allt að 12 sjó- mílna fjarlægð frá landi. Höfundar skýrslunnar er hvergi getið, en Eiríkur Sigurðsson tók liana saman og bjó til prentunar. G. H. 6 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.