Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 7

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 7
Nýir höfundar Nokkrir höfundar eiga nú í íyrsta eða annað sinn grein í tímaritinu Veðrinu og [jykir rétt að kynna þá í örstuttu máli. Eyjóljur Þorbjörnsson veffurfræðingur ritar um veðurduflið suðvestur af Is- landi. Hann er fæddur 28. október 1933 í Reykjavík, sonur hjónanna Þorbjörns Péturssonar vélstjóra og Arndísar Benediktsdóttur. Eyjólfur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956 og stundaði uám í veðurfræði og skyldum greinum í Englandi og Osló. Lauk hann þar cand. mag. prófi vorið 1962. Frá þeim tíma hefur liann að undanskildu stutlu námshléi starfað sem veðurfræð- ingur við Veðurstofuna, lengst af á Keflavíkurflugvelli, en siðustu tvö árin í áhalda- og veðurstöðvadeild. Eirikur Sigurðsson veðurfræðingur skrifar nú um lieimsmet lágþrýstings, en hann var einnig annar tveggja höfunda greinar um isingarveðrið niikla 27.-28. október 1972 í I. hefti 19. árgangs. Eiríkur er fæddur í Reykjavík 2. október 1933. Foreldrar hans eru Sigurður J. Eiríksson múrari og kona hans Guðrún E. Norðdahl. Eiríkur lauk stúdentspróli frá Menntaskólanum í Reykjavík 1953. Hann stundaði um fimm ára skeið nám í veðurfræði og skyldum greinum í Karls- ruhe og Hamborg, þar sem hann lauk cand. rer. nat. prófi 1963. Frá þeim tíma hefur hann starfað sem veðurfræðingur við ýmsar deildir Veðurstofunnar og vinnur nú við úrvinnslu hafísathugana. Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur ritar um 10. þing norrænna veður- fræðinga. Hann er fæddur í Reykjavík 1. apríl 1945. Foreldrar hans eru hjónin Hafsteinn Guðmundsson járnsmiður og Hansína fónsdóttir. Guðmundur lauk stúdentsprófi lrá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1965. Þá um haustið hélt hann til veðurfræðináms í Osló, þar sem liann lauk cand. real. prófi vorið 1973. Frá þeim tima liefur hann unnið sem veðurfræðingur, fyrst í áhaldadeild, en síðan veðurspádeild Veðurstofunnar. Guðmundur er kvæntur Þórhildi Sigurðar- dóttur Itókaverði. Elosi Björnsson bóndi og veðurathugunarmaður á Kvískerjum ritar nú grein um veðurfar og snjólag á Breiðamerkursandi, en bréf frá lionum um óvenjulegt stórviðri birtist í 1. hefti 10. árgangs. Flosi er fæddur á Kvískerjum 13. deseniber 1906. Foreldrar hans voru Björn Pálsson bóndi þar og kona hans Þrúður Ara- dóttir. Fyrir löngu eru þeir Kvískerjabræður þjóðkunnir fyrir þekkingu sína og fræðistörf. Flosi liefur í frístundum lagt stund á sjálfsnám í ýmsum greinum, einkum tungumálum, sögu, bókmenntum, landafræði og jarðfræði. Hann liefur stundað jarðfræðiathuganir og kannað ýmsa þætti í sögu Öræfa. VEÐRIÐ — 7

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.