Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 11

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 11
Norðmenn hófu tilraunir með veðurathugunardufl (Met-dufl) árið 1960 og liafa notað athuganir frá þeim við gerð veðurspáa frá 1967 með góðum árangri. Þeir hafa ennfremur gert tilraunir með aðrar gerðir sjálfvirkra dufla, t. d. veður- og sjómælingadufla (BS-dufl), sem auk svipaðs útbúnaðar og Met-duflið liefur einnig fest í legufæri tæki til mælinga á sjávarseltu og straumhraða. Dufl þessi hala mun meiri sendihraða og senda auk þess 36 skeytaorð, þannig að það þarf talsvert flóknari sjálfvirkan tækjabúnað í landi til að taka á móti skeytum þeirra. Auk Jressara tveggja fyrrnefndu dufla, Jrá liafa Norðmenn gert tilraunir með litlar sjálfvirkar stöðvar, eins konar perulaga hylki, en þau hafa aðallega verið notuð á rekísnum á Svalbarðasvæðinu. Þeim er jafnan varpað úr flugvélum úr lítilli hæð. Móttaka skeyta frá þeim er um gervitungl. Unnt er að fá frá Jteim allt að 12 athuganir á sólarhring og má staðsetja duflin með 3—5 km nákvæmni út frá liljóðmerkjum þeirra, og þar með er liægt að fylgjast með stefnu og hraða rekíssins. Dufl Jjessi senda einnig upplýsingar um loftþrýsting og lofthita. Þau geta flotið í sjó og gefa jjá upplýsingar um hafstrauma og vinda. Þrátt fyrir Jiað, að veðurduflið sendir nokkuð takmarkaðar upplýsingar um veðurjjætti, Jtá verður að telja Jtær mjög svo nytsantar við gerð veðurspáa. Fyrir nokkrum árum var veðurskipum fækkað nokkuð á Norður-Atlantshafi, t. d. hurfu veðurskipin Alfa og Bravo, en Jtau máttu heita eins konar framverðir okkar gegn óveðrum, en oltast berast Jtau til íslands úr suðvestri. Segja má að duflið geti að sumu leyti tekið við hlutverki þessarra veðurskipa. Æskilegt væri að liafa a. m. k. 3 dufl starfandi samtímis umhverfis landið, t. d. eitt á Grænlandssundi, annað fyrir Norðausturlandi og það Jtriðja á núverandi stað. Þar sem duflum er mikil hætta búin vegna hafiss á tveimur fyrrnefndu stöðunum, yrði óheppilegt að starfrækja Jtau Jrar allt árið, en ef til vill mætti koma þeim J>ar fyrir þá mánuði, sem sízt væri von von ísa, t. d. júlí til nóvem- ber. ÁHUGAMENN UM VEÐURATHUGANIR Félagi fslenskra veðurfræðinga barst fyrir skömmu bréf frá ungum Belga, áhuga- manni um veðurathuganir. Hann hefur stundað veðurathuganir síðan í janúar 1974, í fyrstu með frumstæðum áhöldum, en hefur síðan komið sér upp fullkomn- um búnaði. Hann skiptist á athugunum við áhugamenn í Þýskalandi, Hollandi, Danmörku og Svíjtjóð, og bréfið skrifar hann í þeirri von að einhver fslending- ur vilji taka þátt í að mynda veðurstöðvanet áhugamanna í Evrópu. Erindi hans er hér með komið á framfæri við lesendur Veðursins, og þeim Itent á að skrifa til: Centre d’Observ. Amateur D. Janssens Chaussée de Waore, 1549 1160 Bruxelles Belgique VEÐRIÐ — 1 ]

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.