Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 12

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 12
EIRÍKUR SIGURÐSSON veðurfrœðingur: Heimsmet lágþrýstings Inngangur Fellibyljir hitabeltishafa og landa, sem að þeim liggja, eru alræmdir fyrir margra liluta sakir, enda slóð þeirra oft vörðuð dauða og tortímingu. Aftaka fár- viðri ásamt steypiregni og oft og tíðum stórfelldum vatns- og sjávarflóðum eru ]tar megintjónvaldarnir. Nægir í því sambandi að minna á fellibylinn mann- skæða á Bengalflóa og í Austur-Pakistan, sem nú heitir Bangla Desh, 12. nóv- ember 1970. En þá er talið að þrjú hundruð þúsund manna liafi farist. Við ís- lendingar höfum blessunarlega lítið af hremmingum slíkra vágesta að segja. Þó leggja þeir einstöku sinnum leið sína liingað norður en eru ])á að jafnaði orðnir að djúpum og kröppum lægðum. Er skemmst að minnast fárviðrislægðarinnar, sem áður var fellibylurinn Ellen, og geisaði hér 23.-24. september 1973, en um hana hefur Trausti Jónsson cand. mag. fjallað í skihnerkilegri grein í síðasta hefti þessa tímarits (2. hefti 1975). Að hinu leytinu eru fellibyljir ásamt ský- strokkum (hvirfilbyljum) eitthvert stórfenglegasta sjónarspil, sem um getur í ríki náttúrunnar og veðurfræðilega mjiig áhugaverðir og þá ekki síst fyrir okkur ís- lendinga, sem búum á þvi svæði jarðarinnar, þar sem lægðir verða hvað dýpstar og sveiflur loftsþrýstings einna örastar utan hinna eiginlegu svæða fellibylja og skýstrokka. Lægstu loftþrýstingsgildi við sjávarmál, sem vitað er um í heiminum, liafa yfirleitt mælst í fellibyljum. Verður nú vikið lítillega að því efni og m. a. sagt frá nýlegu heimsmeti lágþrýstings. Lágþrýstingsmet í 2 hefti Veðursins árið 1970 birtist ágæt grein eftir Flosa Hrafn Sigurðsson veðurfræðing um loftþrýstingsmet. Þar skýrir hann m. a. frá því, að fellibylurinn Ida, sent geisaði á Kyrraliafi í september 1958, muni eiga heimsmet í lágum loft- þrýstingi við sjávarmál 877 mb. Þetta var 24. september um kl. 05 GMT miðja vegti milli eyjarinnar Guam og Ríu-Kíu-eyja á 18,9° N og 135,3° A. Könnunar- flugvél flaug inn í auga fellibylsins, sent þá var á ofangreindum stað, og varpaði þar niður í fallhlíf mælitækjum tengdum litlum útvarpssendi, svokölluðum veðurkanna. Flosi segir: „Hafa mælingar flugvélarinnar ásamt hita-, raka- og Joftþrýstingsmælingum veðurkannans verið notaðar til að reikna út Ioftþrýsting við sjávarmál og varð niðurstaðan 877 mb. Þótt hér sé sumpart um óbeina mæl- ingu að ræða, má telja víst, að niðurstaðan sé næsta nákvænt og að loftþrýsting- ur í miðju Idu hafi orðið lægri en áður hefur mælzt við sjávarmál. Eykur það m. a. mjög traustleika þessa mets, að önnur flugvél kastaði einnig veðurkanna niður í auga fellibylsins átta klukkustundum áður, og fékkst þá niðurstaðan 878 mb með öðrum mælitækjum." 1 2 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.