Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 16

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 16
vegna náinna tengsla hans við hámarksvindhraðann og eykur það enn á gildi mælinga úr flugvélum slíkra og liér hefur verið lýst. Hafa veðtirfræðingar fengi glímt við að leiða út frá hinum flóknu eðlislögmálum um hreyfingar lofthjúpsins einfaldari jöfnur um þessi tengsl og handhægari í notkun og margir kornið þar við sögu. Verður hér aðeins drepið á tvær þeirra. í bókinni Allajitic Hurricanes eftir Gordon E. Dunn og Banner I. Miller, útgefinni í Bandaríkjunum 19()4, er einkum tekið mið af jöfnu, sem Robert D. Fletcher hefur leitt út við rannsókn á mörgum fellibyljum, en hún er þannig: Kmax = 16 Vpn-Po þar sem er liámarksvindltraðinn við yfirborð í hnútum (sjómílum/klst.), pn er loftþrýstingurinn við sjávarmál í mb í útjaðri stormsveipsins og p0 loftþrýst- ingurinn við sjávarmál í ntiðju hans. Jaðarþrýstinginn er hægt að ákvarða með hliðsjón af veðurkorti með {>ví að bæta 2 eða 3 mb við þrýstingsgildi ystu lokuðu jafnþrýstilínu umhverfis stormsveipinn. í flestum tilvikum er með góðum árangri hægt að nota fast gildi 1010 mb fyrir pn. Þessi formúla er yfirleitt talin gefa eins nákvæmt mat á hámarksvindhraða og hægt er að fá nteð nokkurri annarri aðferð. Sumir veðurfræðingar telja þó, að með henni fáist of há gildi á mesta meðal- vindhraða og beri l'remur að líta á niðurstöðuna sem mat á liámarksvindhviðum í fellibylnum. Sé þessi jafna til gamans notuð til að reikna út hámarksvindhraða 1 fellibyln- um June og í stað pn sett 1010 mb verður vnmx = 16 Vl010-876, vnmx jafngildir því 185 hnútum eða 343 km/klst. Verður liér látið liggja milli hluta hvort túlka beri það sem allra mesta meðalvindhraða eða hámarksvind- hviður. Til samanburðar má geta þess, að í fárviðrislægðinni (áður fellibylnum Ellen) 23.-24. sept. 1973 mældust þrjár mestu vindhviðurnar í Reykjavfk 103, 105 og 108 hnútar en mesti 10 mínútna meðalvindhraði 72 hnútar og á flug- vellinum í Vestmannaeyjum sýndi vindmælir mest 120 hnúta í hviðu, en þar er raunar ekki veðurstöð. Síðara dæmið um slíkar jöfnur er úr aprílhefti Monthly Weather Review 1977 en þar skýra þeir Gary 1). Atkinson og Charles R. Holliday frá yfirgripsmikilli rannsókn á tengslum miðjuþrýstings og hámarksvindhraða i fjölmörgum hita- beltissveipum á vestanverðu Norður-Kyrrahafi. Hér er einungis rúm til að greina frá helstu niðurstöðu þeirra, sem var eftirfarandi veldisjafna: V| = 6.7 (1010 -pc) 6,044 jtar sem pc er lægsti miðjuþrýstingur við sjávarmál í mh og Vm mesti vindhraði, þ. e. hæsta einnar mínútu meðaltal vindhraðans í hnútum. Höfundarnir telja, að þessi jafna gefi verulega minni liámarksvindhraða en margar jöfnur, sem áður hafa verið notaðar, en þeir greina jafnframt frá því, að hún hæfi betur hita- 1 6 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.