Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 17

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 17
beltislægðum, sem hvorki eru óvenju djúpar né valda afspyrnumikilli veðurhæð, enda höfðu 95% þeirra 76 iægða, sem rannsóknin tók til, lægsta miðjuþrýsting milli 935 og 994 mb. Þegar miðjuþrýstingur var kominn niður fyrir 930 mb fór ofangreind veldisjafna hins vegar að víkja nokkuð frá mældum gildum en línu- leg tengsl milli iægsta miðjuþrýstings og hámarksvindhraða féllu betur að þeim og gaf það talsvert meiri vindhraða. Rannsóknin tók jtó ekki lil fellibylja dýpri en 917 mb. Dýpstu fellibyljir, sem mœlsl hafa Hér fer að lokunt tafla ylir nokkur lægstu loftþrýstingsgildi, sem mælst hafa, og öll í fellibyljum. Þess ber að geta að án efa verður loftþrýstingur lægri, líklega miklu lægri, í ofsafengnustu skýstrokkum (hvirfilbyljum) en fáar tölur eru til um það af skil janlegum ástæðum. Fellibylurinn June Loftjnýstingur við sjávarmál i mb 876* Dagsetning 19. nóv. 1975 Staður 12,8° N, 141,3° A „ Jda 877* 24. sept. 1958 18,9° N, 135,3° A Nora 877* 6. okt. 1973 14,7° N, 128,2° A Nina 883* 13. ágúst 1953 18,7° N, 136,8° A „ Joan 884* 28. nóv. 1959 21,1° N, 125,2° A Irma 884* 11. nóv. 1971 16,6° N, 130,7° A Fellibylur 887 18. ágúst 1927 460 sjóm. A af Luzon Fellibylurinn Nancy 888* 12. sept. 1961 15,7° N, 137,2° A „ Elsie 890* 24. sept. 1969 20,2° N, 137,2° A Fellibylur 892 2. sept. 1935 Lower Matecumbe Fellibylurinn Marge 895* 15. ágúst 1951 Key, Florida, U.S.A. 700 sjóm. NV af Guam „ Camille 905* 16. ágúst 1969 25,2° N, 87,2° V Athyglisvert er, að öll lægstu gildin 890 mb og lægri hafa mælst á vestanverðu Norður-Kyrrahafi milli Luzon og Taiwan (Formósu) að vestan og Guam að aust- an, frá um það bil 13° að 21° N og 125° og 141° A. Einungis lægsta loftþrýstings- gildi í fellibyl á Atlantshafi og strandsvæðum þess 892 mb er samhærilegt við gildin frá ICyrrahafi. Á vesturhluta Norður-Kyrrahafs myndast árlega miklu fleiri fellibyljir en á nokkru öðru hafsvæði jarðar. At þeim hitabeltislægðum, sem myndast þar, ná að meðaltali 17,8 á ári fellibylsstyrkleika 12 vindstigum. Sambærileg meðaltala fyrir Norður-Atlantshaf er 5,2 á ári. Á þessu svæði, sem er eitt hlýjasta hafsvæði jarðar, myndast því ekki einungis langflestir fellibyljir, heldur einnig hinir dýpstu og víðáttumestu. * Mælt með veðurkanna. VEÐRIÐ — 1 7

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.