Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 21

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 21
KNÚTUR KNUDSEN: Haustiö 1974 Október. Tíðaríarið í október var nálægt meðallagi í heildina, líkt og hitinn og úrkoman. Suðlægar áttir voru algengastar, og því vætusamt sunnail og vestan lands. Fyrstu tíu dagarnir voru svalir og hæglátir, en þá tók við nrildur ka£li með sunnan átt. Þann 23. olli lægð á Grænlandshafi sunnan stormi nteð vatns- veðri um Suður- og Vesturland, en því næst vestan stormi syðra og norðan stormi með snjókomu á Vestfjörðum. Nóttina á cftir var einnig norðan vonzku- veður á Norðurlandi en lægði þá unt vatnavöxtum á sunnan- og vestanverðu Austurlandi. Onnur vond lægð olli frosti og snjókomu nyrðra 27. Sá dag- ur og liinn 28. voru köldustu dagarnir í mánuðinum. í þessu veðri strandaði brezkur togari við Lagarfljótsósa, en mannbjörg varð. Nóvember var fremur veðurgóður og tíðin hagstæð. Austlægar og stund- um norðlægar áttir voru algengastar, en liiti nálægt meðallagi. Færð var góð allan mánuðinn og eins hagar. Þann 29. nálgaðist lægð úr suðvestri með suðaustan hvassviðri og stormi á Suð- ur- og Vesturlandi. Þá tók þrjá menn út af togara á Vestfjarðamiðum og drukknuðu allir. Desember var bæði kaldur og stormasamur og erfiður til sjós og lands. Mjög snjóþungt var á Norður- og Austurlandi og ófærð mikil. Miklir skaðar urðu af völdum snjóflóða. Þann 19. skemmdust 2 hús mikið á Siglu- firði, en mesta tjónið varð þann 20. í Neskaupstað. Þar fórust 12 manns og mikil mannvirki eyðilögðust. Þann 27. féll svo þak á síldar- og fiskimjölsverk- smiðju á Seyðisfirði undan snjóþunga. Oft í mánuðinum urðu tjón á skipum og mannvirkjum sökum hvassviðris. iaginn. I veðrinu 23. urðu skennndir af landinu og a£ vindofsa víða á Suður- og Hiti °C (Meðallagið 1931-1960). Okt. Nóv. Des. Revkjavík . . . 4.7 2.3 - -2.3 (4.9) (2.6) (0.9) Akureyri . . .. 3.6 0.8 - -3.9 (3.6) (1.3) (- -0.5) Höfn 4.2 3.4 - - 1.8 Hólar .. (4.9) (2.7) (1.2) Úrkoma, mm (Meðallagið 1931-1960). Okt. Nóv. Des. Reykjavík . 126 58 41 (97) (85) (81) Akureyri .. 39 79 74 (57) (45) (54) Höfn 104 139 54 (170) (187) (185) Sólskin, klst. (Meðallagið 1931- -1960). Okt. Nóv. Des. Reykjavík . 84 32 1 (71) (32) (8) Akureyri . . 104 15 0 (51) (13) (0) Hólar 135 43 12 (Meðallagið 1931-1960 ekki til). VEÐRIÐ — 21

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.