Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 28

Veðrið - 01.04.1977, Blaðsíða 28
Kvisker. Ljósm. Flosi Hrafn Sigurðsson. hólsmýri, og er þó ekki lengra þar á milli en 15 km í loftlínu. Fr því raunar ekki að undra þó að snjókoman að vetri til geti að sínu leyti orðið meiri á Jreim slóðum en annars staðar í nágrenninu. Enda er svo, og mun það einkum vegna lítillar umferðar að vetrarlagi, að lítt liefur verið haft á orði.1) Hvað snertir fjölda úrkomudaga á ári er munurinn liins vegar lítill á Kvískerjum og Fagurhólsmýri (og einnig t. d. Reykjavík). En að jafnaði tiiluvert færri á Vagns- stöðum og Skaftafelli. Snjókomudagar eru þó nokkru fleiri á Kvískerjum en Fagurhólsmýri, en munar þó ekki sérlega miklu. Að jafnaði snjóar mest á Breiðamerkursandi í austan- og suðaustanátt. Oftast nær snjóar jtá mest á vestanverðum sandinum, eða hér um bil lrá Kvíá og austur fyrir Fjallsá, eða Jrar austur á aurana. Vitanlega getur Jjó út af Jjví borið, snjó- htgið verið jafnt um allan sandinn, ellegar meira annars staðar á sándinum. Fremur er Jrttð Jró svo ef snjóar úr annarri átt. Orsakanna að hinni miklu úrkomu á sandinum og mismun hennar við næstu stöðvar, mun ekki langt að leita. Kunnugt er, að þar sem rakir og tiltölulega hlýir vindar eða loftstraumar berast af hafi inn yfir hálenda strönd, er úrkoman jafnan mest. Þar sem slíkur loftstraumur verður fyrir hindrun eða fyrirstöðu af fjalllendi, berst hann upp á við, kólnar og þéttist, og veldur þannig meiri úr- komu. Þannig er ljóst, að í þessu lilfelli verður aðalúrkomuáttin á vestanverðum Breiðamerkursandi fyrir hindrun af hæsta fjalli landsins. — Fagurhólsmýri er 1) Um snjólag á Skeiðarársandi mun allmjög á annan veg farið, eins og úr- komuskýrslur frá Skaltafelli gefa líka bendingu um. 28 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.