Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 11

Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 11
Notkun lajlnanna 5, 6 og 7. í 5. töflu cr tilgrcint meðaltal árlegs hámarks sólarhringsúrkomu á öliurn úrkomustöðvum á landinu, ennfremur mesta hámark sem mælst hefur og ltvað stöðin hefur starfað lengi, en það gefur hugmynd um áreiðanleikann í meðaltali árshámarksins. Samkvæmt þeim breytileika sem er algengastur, má ætla, að í meðaltali fjögurra ára sé unt það bil 20% staðal- skekkja. Það jtýðir, að í þriðjungi slíkra tilfella megi búast við að skekkjan í meðaltalinu sé meiri en 20% til eða frá. Staðalskekkja 16 ára meðaltals er jtá nálægt 10%, en 5% staðalskekkja i 64 ára meðaltali. Því ber að taka athuganir fárra ára með varfærni. Á flestum stöðvum enda athuganirnar nteð árinu 1076, cn sums staðar eru j>ær þó frá fyrri skeiðum. Eftir meðaltali árshámarks í 5. töflu má nú finna í 6. töflu, yfir hvaða mark sólarliringsúrkoman fari sennilega einu sinni á 2, 5, 10, 25, 50 eða 100 árum, með j)ví að margfalda þetta meðaltal með þeirri tölu, sent fæst úr 6. töflu. Þegár aftaka sólarhringsúrkoma á tilteknu árabili er Jrannig fundin, má áætla samsvarandi aftaka úrkomu á minna en sólarhring með ]>ví að margfalda sólar- hringstöluna með ]m' hlutfalli, sem fæst úr 7. töflu. Stundum munar miklu á stöðvum, sem eru nálægt hver annarri, og oflast má rekja jiað til nálægðar fjalla, en hún eykur mjög líkur á mikilli úrkomu. Af- staðan til úrkomuátta getur líka skipt rniklu máli. Oftast er úrkoman meiri áveðurs, en frá því eru greinilegar undantekningar. Á Lambavatni og í Kvíg- indisdal er til dæmis sunnanátt úrkomusælust. Fjallgarðurinn milli stöðvanna magnar j>á úrkomuna. Þess gætir samt minna á Lambavatni, en í Kvígindisdal ber sunnanáttin J>essi áhrif fjallanna nteð sér alla leið að stöðinni. Svipað má segja um norðaustanúrfelli á Hornbjargsvita og Horni. Ætla má, að 7. tafla um hlutfallið milli sólarhringsúrfellis og skammvinnari úrkomu gildi einna best þar sent aftaka sólarhringsúrkoma er líkust j>ví scnt er í Reykjavík. 5. tafla. Sólarhringsúrkoma á islenskum veðurstöðvum Meðaltal Mesta Ára- Norður- Vestur- Stöð árshámarks hámark fjöldi breidd lengd Reykjavík 31 56.7 54 64° 08' 21°54' Elliðaárstöð 33 71.1 48 64° 07' 21°51' Vífilsstaðir 34 57.6 17 64°05' 21°53' Rjúpnahæð 36 62.8 18 64°05' 21°51' Straumsvík 39 46.4 6 64°03' 22°02' Hólmur 48 72.8 15 64°05' 21°43' Mosfell 48 90.1 10 64°11' 20°37' Stardalur 62 96.5 13 64° 13' 21 °29' Mógilsá 43 56.9 8 64° 13' 21°42' Meðalfell 58 97.3 7 64° 19' 21°36' VEÐRIÐ — 47

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.