Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 17

Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 17
Bracknell Veóurstofan J Keflavíkurflugv Gufunes Ritsíminn Yfirlitsteikning er sýnir fjarskiptarásir tengdar við tölvuna. bila. Tölvan er í símalínusambandi við 4 stöSvar, 3 innanlands og sú fjórða er ein aí' spámiðstöðvum WMO í Evrópu, Bracknell, en það er ein af útborgum Lundúna. Eins og sjá má af teikningunni er aðeins hægt að senda til Gufuness og taka á móti frá ritsímanum, en línurnar til Keflavíkur og Bracknell eru tvö- faldar (full-duplex), þ. e. bæði er hægt að senda og taka á móti skeytum frá þess- um stöðvum. Einnig er hægt að tengja tvöfalda línu í viðbót við tölvuna og er ætlunin að veðurþjónustan í Grænlandi fái símalinusamband við umheiminn á þennan hátt eftir nokkur ár, en Veðurstofa íslands hefur séð um sendingar á grænlenskum veðurskeytum til Bracknell um margra áratuga skeið. Samtímis því að tölvan var tekin í notkun, fékk Veðurstofan einkaafnot af hraðvirkri (1200 haud) línu til og frá Bracknell, en hafði áður notað 50 bauda línu. Hraði sendinga er gefinn upp í mælieiningunni baud, og í reynd eru um Jtað bil 450 bókstafir sendir á mínútu eftir 50 bauda línu, 675 bókstafir eftir 75 bauda línu og 4500 bókstalir eltir 1200 bauda línu. Var ætlunin að hefja send- ingar veðurskeyta eftir Jressari nýju línu strax og tölvan væri tekin í notkun, en sökum seinkunar á afhendingu tölvubúnaðar til bresku veðurstofunnar í Brack- nell verður Jtað ekki mögulegt, fyrr en um mitt næsta ár. Veðurskeyti, sem mestmegnis eru veðurlýsingar frá veðurathugunarstöðvum um allan heim og eru send í tölustöfum, eru ekki einu upplýsingarnar, sem skipst er á. Síðustu 20 árin liafa veðurkortasendingar veðurstofa í millum aukist jafnt og Jrétt og Veðurstofan hóf móttöku veðurkorta fyrir rúmum 10 árum. VEÐRIÐ — 53

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.