Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 20

Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 20
29. apríl er að jafnaði liætt að gefa ánum og síðan er þeim sleppt, að meðaltali 30. apríl. Þá er úti vorsins þraut, þegar spóinn vellir graut, segir máltækið, og einmitt rétt eftir að ám er sleppt, 2. maí, er algengast að fyrstu spóarnir komi til landsins. Rétt á eftir verður vart við fyrstu kríur, oft um 4. maí. Þegar bændur eru nú lausir við féð, fara þeir að vinna á túnum, um 6. maí, en um sama leyti eru að jafnaði síðustu skaflar horfnir úr byggð, um 7. maí. Eltir það kemur þó oft snjór úr lofti, en festir sjaldnar, og síðast fellur snjór að jafnaði í lok Hörpu, um 21. maí. Rétt um sama leyti er síðast frost í mæl- ingahæð, 22. maí, þó að við jörð sé von á því lengur. Nú hefst túnahreinsun i 5. viku sumars, um 23. maí. Að ýmsu fleira þarf að hyggja í þeirri viku, því að um 26. maí eru kartöflur oftast settar niður, en rófufræi sáð um 28. maí. Þá eru sem sagt moldir farnar að hlýna svo að gróður- vænlegt sé fyrir þessa garðávexti. Um 26. maí eru kýr látnar út í fyrsta skipti, en hætt að gefa þeim um 12. júní. Vafalaust er Jieim Jiá í fyrstu beitt á tún. Um 10. júní fara kartöflugrösin að gægjast upp úr moldinni, 15 dögum eftir niðursetningu. Ær eru rúnar að jafnaði um 25. júní. Nú vex grasið sem óðast, og um 7. júlí er byrjað að slá tún. Á Jjessum árum var enn algengast að heyja á engjum, og engjasláttur byrjaði að jafnaði síðast í júlí. Kartöflugras sölnar að jafnaði í byrjun september, en kartöflur eru teknar upp um 22. septcmber, eftir um 120 daga sprettutíma. Sama dag, 22. september, mælist að jafnaði fyrst'frost í lofti. Slætti er lokið um 17. september, en alhirtar engjar 23. september. Fyrsti snjórinn fellur 30. september. Þann 25. september fóru menn að gefa kúm, en innistaða |>eirra byrjaði 7. október. Jörð verður fyrst alhvít 27. október. Lömb eru tekin á hús 18. nóvember að jafnaði og þeim kennt át 25. nóvember. Daginn áður, 24. nóvember, eru ær teknar á hús, en ekki gefiö fyrr en I. desem- ber að jafnaði. Innistaða lamba hefst svo 8. desember að jafnaði. Rétt er að taka fram, að Jjótt hér séu atburðir tímasettir upp á dag samkvæmt meðaltölum, eru lrávik veruleg í einstökum árum. Ennfremur er auðvitað tíma- munur á flestum þessum fyrirbærum 1 héruðum landsins, en út í Joá sálma verður ekki farið hér. 56 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.