Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 23

Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 23
fr;i sunnan Skælings eða vestan Dyrfjalla, vilji maður ekki láta telja sig ófor- betranlegan lygalaup. Það getur vel verið að einhver vildi segja sem svo: Vestanrok er mikið loft sem kemur úr vestri og flýtir súr allt livað af tekur til austurs. Þetta er að vísu allgóð skýring svo langt sem hún nær. En að mínu viti er hún hvergi nærri fullnægjandi, vegna þess að vestanrok er annað og meira en beinn verknaður. Það er einnig liugmyndafræði. Ef til vill væri réttara að segja að utan um vestanrokið hafi vaxið heilt hug- myndakerfi, sem síðan leiðir af sér röð af atvikum og þessi atvik eru algerlega óaðskiljanleg sjálfu rokinu. Þannig er það hér á Borgarfirði. Væri ég beðinn að skilgreina ástandið „vestanrok" yrði sú skilgreining eitthvað á þessa leið: 1. stig: Menn hafa þungar svefnfarir með stórum draumum um stygga hesta og ástleitið kvenfófk. 2. stig: Kattarkvikindið sézt klóra í vestur og menn segja: — Nú, já, já. Ælli draumurinn minn fari ekki bráðum að koma fram. 3. stig: Veðurfregnir greina frá djúpri og krappri lægð út af Vestfjörðum og spáin er: Vestan stinningskaldi á Norð-Austurlandi og Austfjörðum. 4. stig: Menn rjúka til og líta á barómetið til að vita hversu mikið það hafi fallið. Hafi það ekki fallið nóg, berja menn gjarnan dálítið í það lil þess að fá það til að falla meira. Dæmi ertt Lil þess að menn hafi brotið glerið á barómetinu með þessum aðgerðum. 5. stig: Menn rjúka út og hýsa hænsnin. Sú athöfn gengur ekki alltaf liljóða- laust af og kennir hvor aðilinn hinum um það scnt miður fer. 6. stig: Hann er farinn að kalda. 7. stig: Menn koma á eldhúsgluggann og skipa konunni að ná krökkunttm í bæinn og sjá sfðan til þess að þeir sleppi ekki út. 8. stig: Hann er farinn að taka sköfur á firðinum. 9. stig: Menn sækja sér stiga og hlera gluggana áveðurs og skipa krökkunum að halda sig hinum megin í húsinu. 10. stig: Menn gaumgæfa hlöðuvindaugu, heystakka, og fjárhússþök. Aðrir njörfa niður báta, heyvagna, hjólbörur og annað lauslegt. Enn aðrir klöngrast upp á jtakið á íbúðarhúsinu og binda annan endann á forógnarlega sverum kaðli utan um reykháfinn en hengja nokkur hundruð kíló af blágrýti í hinn endann niðri við jörð, til jtess að losna við að sækja þakið niður í fjöru þegar lygnir. 11. stig: Menn koma saman austanundir húsveggjum eða annars staðar jtar, sem skjól er að finna, og ræða ástandið. Þeir rifja upp veðrið það í hitteðfyrra, þegar Hann velti stóru spýtunni á Bakkanum eða mikla rokið fyrir þremur ár- um, þegar nærri lá að Jtessi eða hinn báturinn væri hér um bil fokinn, og eru sammála um að h'klega ætli Hann að verða ívið hvassari núna en veðrið muni að öllum líkindunt standa eilítið skemur en þá. Að öðru leyti séu veðrin eins. 12. stig: Fjörðurinn liggur allur í hvíta roki. 13. stig: Menn koma inn og hafast vel við í bænum, segja dálítið ljótt á meðan þeir eru að koma útidyrahurðinni að stiifum en eru að öðru leyti í góðu skapi, VEÐRIÐ — 59

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.