Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 24

Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 24
segja að nú væri ekki úr vegi að fá sér kaffisopa. Og börnin standa og horfa stóreyg á pabba sinn, sem hefur þorað að vera úti í þessu óttalega veðri, sann- færð um að þau eigi lang bugaðasta pabbann í sveitinni jafnvel á öflu landinu. Menn drekka kaffið og segja frá hvernig þeir tókust á loft þegar þeir fóru fyrir búshornið og aðgæta í laumi, livort konunni finnist ekki dálítið til um þetta allt saman. 14. stig: Menn segja: — Jæja, ekki dugir þetta, setja upp húfuna og hverfa út í rokið með þeirn formáfa, að þeir ætii að gæta að lwort eitthvað sé ekki ein- Jtvers staðar að fjúka, eða hvort ekki þurfi að hjálpa einhverjum að binda eitt- hvað niður. 15. stig: Það fer að dúra í. Veðrinu er að slota. Menn koma saman á ný í skjóli og segja hver öðrum að Hann sé alveg áreiðanlega að lygna. Síðan fá menn sér í nefið og segja: — Ég vissi það alltaf, að ekkert yrði úr þessu. Hér hefur upp Kaldaslag: Svífur yfir Dyrfjöllum drungalegt ský, dúnalogn er ennþá en senn kemur vestanrok. Veðurstofuspekingar spáð liafa því, spurnaraugum gjóum við suðvestrið í. Binda fasta traktora bændur inni á Svcit, bátum tylla sjómenn á kaupfélagsins reit. Aka nú frá vestri til austurs dökkir skýjabólstrar, ekkert er verra en vestan-suðvestan rok. Fyrsta þotan strýkur um strendur og fjöll, jtað stendur varla lengi unz allt fer í háaloft. Barómetið fellur heil ósköpin öll, alls staðar er verið með bjástur og köll: — Flýttu þér nú kona og hýstu hænurnar, hlerana ég læt fyrir gluggarúðurnar. — Æða nú úr vestri til austur dökkir skýjabólstrar, ekkert er verra en vestan-suðvestan rok. Vestanrokið komið i algleyming er. Ósköp er að vita hve brakar í húsinu. Nú er ég svo hræddur, að liriktir í mér. Ég heyri hvernig tennurnar glamra í þér. Svo hringi ég á bæi og glögg því geri skil, að geysilegri bylja ég muni ei áður til. Halló, halló, heyrðu mig, hefur annars nokkuð fokið? Horngrýtis veðurlag er þetta vestanrok. — 60 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.