Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 28

Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 28
nema í fáeinar mínútur. Rannsóknir benda til að verulegt tjón geti lilotist af þó SOo-magnið sé mun minna ef samtímis er til staðar nokkurt magn af Os (óson). Einkenni SOo eitrunar á blaðvef cr að fyrst lítur út fyrir að vatnskennd svæði séu miffi blaðæðanna, síðan deyr vefurinn og á hann koma brúnsvartir fiekkir. Við langvarandi snertingu við SOa mengað loft (magn S02 0.05—0.25 ppm) fá blöðin á sig gulleitan blæ svipað því og um næringarskort sé að ræða (Clorose). Hvað varða H2S þá er magn þess sjaldan það mikið að skaðar liljótist af, því er ekki talið að það valdi verufegu tjóni. Hiilógensambönd (klór, flúor) Ymis flúorsambönd s. s. flússýra (HF) eru í verulegu magni í reyk frá álverk- smiðjum. Nálægt slíkum verksmiðjum hefur mælst magn er nemur um 0.35 ppm. Viðkvæmar plöntur skaðast ef magnið verður meira en 0.002 ppm. Auk jress er sannað mál að flúor safnást fyrir í plöntum. Flúorinn kemst inn við öndun plantna án Jress að valda sýnilegu tjóni. Þegar þetta ástand hefur varað í nokk- urn tíma og flúormagn plöntunnar hefur aukist koma cinkenni flúoreitrunar fram. Einkennin eru fyrst og frcmst visnun blaðenda og síðan plöntunnar allrar. Klór og saltsýra. Klór er tvisvar til jtrisvar sinnum hættulegra en S02, en Jtar sem fremur auðvelt er að lireinsa kiór úr reyk og jtttð er verðmætt efni hefur mönnum sýnst betra að vinna efnið og selja Jrað lteldur en að kasta Jjví út í náttúruna. Má því segja að klór valdi ekki neinum vandamálum nema um óhapp sé að ræða. K öf nuna ref n issa mb ön d Köfnunarefnisoxíð NO og N02 eru skaðleg gróðri ein sér, en auk Jtess cru Jrau mjög virk í sambandi við önnur efni, við myndun á „smog“ en um Jtað verður nánar fjallað hér á eftir. Alvarlegir skaðar af völdum NO og N02 líkjast mjög tjóni af völdum SOo. Varanlegt tjón hlýst af ef jurtir verða fyrir langvarandi mengun er nær styrk- leikanum 0.5 ppm, ef um skammtímamengun er að ræða þá þarf styrkurinn að vera 2—10 ppm til að tjón hljódst af. Ammoníak kemur einnig fyrir í skaðlegu magni. „Smog“ mengun Orðið smog er komið úr ensku og er samruni orðanna SMoke (reykur) og fOG (Jroka): Smog er blanda af lofttegundum og föstum ögnum og hefur mjög mikil óþægindi í för með sér fyrir plöntur og dýr. Smog mengun er fyrst og fremst skilgreind út frá áhrifunum en ekki efnafræðilegri samsetningu. Greina má á milli tveggja aðal flokka, svokallaðrar Los Angeles Jtoku (oxiderandi) og Lundúna- þoku (tærandi, reductive). Helstu áhrif L. A.-þoku er erting á slímhúð augna, sterk bleikjandi áhrif og ójrægileg lykt. Skilyrðin fyrir myndun slíkrar Jjoku er að loft sé mengað ákveðn- 64 — VEÐRIÐ

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.