Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 29

Veðrið - 01.09.1977, Blaðsíða 29
um lífrænum efnum (kolvetnum) ásamt köfnunarefnisoxíðum og að jafnframt sé sterkt sólskin og kyrrt veður, sem veldur lítilli þynningu á mengunarefnunum (hitahvörf í lítilli hæð). Mestur hiuti þess hráefnis sem þarf til myndunar L. A.-þoku kemur frá út- blæstri bíla (sérstaklega bensíndrifinna). Ur hverjum 1000 lítrum af bensíni sem brennt er myndast 25—50 kg af kolvetnum og 3—5 kg af köfnunarefnisoxíðum. Enda þótt samsetning „smog“-mengunar sé ekki nákvæmlega þekkt (enda stöðug- um breytingum undirorpin) hafa menn komist að því að hún inniheldur að minnsta kosti tvö virk efni eða efnasambönd. — Annað þessara efna er óson. Skaðar á gróðri af völdum ósons lýsa sér sem smáblettir með dauðum vef á þeirri hlið lrlaða sem upp snýr, en ef skaðinn er umfangsmikill sést Jretta líka neðan á blöðum. A viðkvæmum plöntum konta Jiessir skaðar í Ijós eftir u. ]). b. 8 tíma ef óson-magnið er 0.02 ppm eða eftir 1—2 tíma cf rnagnið er 0.05 ppm. — Hinn skaðlegi Jrátturinn er svonefnt PAN (peroxyacetylnítrat). Skaðar koma í ljós af völdum þess ef magnið er 0.01 ppm eða meira. Einkennin eru hlaupkenndir blettir á neðra borði yngri blaða. Hvað varðar Lundúnajíokuna ])á er hún nokkuð af öðrum toga spunnin. Má þar helst nefna brennisteinssambönd ásamt köfunarefnisoxíðum og hýdrókarbónum auk |)ess sem ryk er mikilvægur J)áttur. Helstu áhrif ])essarar mengunar er á lifandi verur s. s. erting í öndunarfærum. Má nefna sem dæmi að á einni Jrokuviku í London árið 1953 dóu um 12000 manns, en venjuleg dánartala þar var um 4000 á viku. Þessarar tegundar mengunar verður nú sjaldnar vart vegna strangara eftirlits með útblæstri frá verksmiðjum og bílum og bættrar lireinsitækni. Súr úrlioma Mikill hluti Jreirrar mengunarefna sem út í loftið fara er uppleysanlegur í vatni. Því má segja að helsti lireinsiútbúnaður loftsins sé rigningin. En eins og endra nær J)á er ])að ekki bara að skola skítinn úr flíkinni heldur verður maður að geta losnað við skolvatnið án ])ess að tjón hljótist af. Þetta vandamál hefur verið vaxandi nú á seinni árum ekki bara vegna ])css að framleiðsla mengunar- efna hefur aukist, heldur eru nú einnig að koma í ljós áhrif frá þeim mengunar- efnum sem féllu til jarðar fyrr á árum. Hvað varðar úrkomuna j)á eru lielstu efni sem eru þar uppleyst, brennisteinssýra, saltsýra, saltpéturssýra og sölt af Jteim. ])essi efni gera úrkomuna súra, súr úrkoma veldur margvíslegu tjóni. Sem dæmi má nefna að fiskadauði í vötnum í Suður-Noregi hefur stóraukist á undan- förnum árum og eru sum vötn orðin algerlega liskilaus vegna J)ess að sýrustig vatnsins er of lágt (sýrustig er mælt í pH gildum, hreint vatn hefur pH = 7 og pH gildið lækkar eflir því sem sýran verður sterkari. Sýran verður tífalt sterkari ef pl-l gildið lækkar um 1. Ef pH gildið er lægra en 4 deyr venjulega allur fisk- ur). Það er sannað mál að þetta lækkaða sýrustig á rót að rekja til vaxandi brennisteinsmengunar frá iðnaðarsvæðunum í Englandi og á meginlandi Evrópu og J)að liefur sýnt sig að í stórum hlutum Evrópu liggur pH gildi úrkomu undir VEÐRI-D — 65

x

Veðrið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veðrið
https://timarit.is/publication/369

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.