Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 2
2 7. desember 2009 MÁNUDAGUR
HESTAMENNSKA Sjö folöld eru nú
á leiðinni frá Íslandi til Mexíkó.
Þetta ungviði er fyrstu íslensku
hrossin sem flutt eru héðan þang-
að til lands. Þau eru í löngu og
ströngu ferðalagi, því það tekur
að minnsta kosti tíu daga með
hvíldar stoppum.
Það er hin kunna hestakona
Hulda Gústafsdóttir á Árbakka í
Rangárvallasýslu sem hafði veg
og vanda af útflutningnum. Ásamt
eiginmanni sínum, Hinriki Braga-
syni, rekur hún fyrirtækið Hest-
vit ehf. sem annast meðal annars
útflutning hrossa.
„Þetta kom þannig til að þýsk
kona sem búsett er í Mexíkó hafði
samband við mig,“ greinir Hulda
frá. „Hún bað mig um að aðstoða
sig við að finna út úr því hvernig
hægt væri að flytja hross frá
Íslandi til Mexíkó. Hún var búin
að ákveða að reyna þetta en var
ekki komin með tengilið hingað til
lands, annan en þann sem hún var
að hugsa um að kaupa folöldin af.
Hún vildi ekki festa sér þau fyrr
en hún sæi fram á að þetta væri
hægt.“
Þegar ljóst var að hægt væri með
góðu móti að flytja hross um þenn-
an langa veg keypti konan, Regina
Hof, folöldin sjö. Um er að ræða tvö
hestfolöld og fimm hryssur. Þau
eru litskrúðug mjög, meðal ann-
ars moldótt, skjótt og leirljós. Reg-
ina átti íslensk hross meðan hún
bjó í Þýskalandi og Hulda segir
hana greinilega hafa langað til að
breiða út fagnaðarerindið í Mex-
íkó eftir að hún var flutt þangað.
Hulda segir að Regina hafi jafn-
vel verið að íhuga að senda folöldin
með flugi til Evrópu og svo þaðan
til Mexíkó borgar.
„Við könnuðum þennan mögu-
leika, en sáum svo að það var auð-
veldara að senda þau eftir öðrum
leiðum,“ segir Hulda. Folöldin fóru
því með flugi hinn 25. nóvember
til New York, þar sem þau þurftu
að dvelja í þrjá daga í einangr-
un. Nú eru þau á leiðinni gegnum
Bandaríkin í flutningabílum með
hvíldarviðkomu á nokkrum stöð-
um.
„Þeim heilsast vel og við
hlökkum til að frétta af þeim
þegar þau eru komin á áfanga-
stað,“ segir Hulda.
Spurð hvort hún viti hvort
íslenskir hestar séu fyrir í Mex-
íkó kveðst hún ekki vita til þess
að svo sé. Þá hafi Regina grennsl-
ast fyrir um það eftir að hún flutti
og enn ekki fundið neina Íslands-
hesta.
„En nú segist hún vita hvern-
ig flytja eigi hross frá Íslandi til
Mexíkó og það er helst á henni að
heyra að folöldin verði bara fyrsta
sendingin af fleirum á milli land-
anna.“ jss@frettabladid.is
Íslensk hross send til
Mexíkó í fyrsta sinn
Sjö íslensk folöld eru nú á löngu ferðalagi gegnum Bandaríkin áleiðis til Mex-
íkó. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskir hestar eru fluttir þangað. Folöldin lögðu
af stað 25. nóvember og búist er við að ferðalagið taki tíu daga með hvíldum.
HULDA GÚSTAFSDÓTTIR Talsvert umstang er í kringum það að flytja hross til annarra
landa allt árið um kring. En svo gefast rólegri stundir inni á milli eins og þessi mynd
ber með sér.
HÖNNUN „Bústaðurinn hefur
fengið mikla umfjöllun í bókum,
tímaritum og sjónvarpi á undan-
förnum vikum,“ segir Dennis
Davíð Jóhannesson hjá Arki-
tektar Hjördís & Dennis um
íslenska sendiherrabústaðinn
í Berlín sem hefur vakið mikla
athygli í Þýskalandi.
Meðal annars er ítarlega
fjallað um sendiherrabústaðinn
í hinu virta þýska fagtímariti
Md Möbel Interior Design. Þar
hrífst greinarhöfundur meðal
annars af látleysi sendiherra-
bústaðarins og hrósar arkitekt-
unum í hástert. - uhj
Sendiherrabústaður í Berlín:
Íslensk hönnun
vekur athygli
LÖGREGLUMÁL Lík konu á miðjum
aldri fannst í Hafnarfirði í gær.
Líkið fannst í flæðarmálinu
skammt frá æfingasvæði Golf-
klúbbsins Keilis í Hraunkoti í
Hafnarfirði.
Það var vegfarandi sem
gekk fram á líkið og tilkynnti
lögreglu um það um tvöleytið í
gær.
Ekkert bendir til þess að
konan hafi látist með saknæm-
um hætti, að sögn lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu. Málið er
í rannsókn og verst lögreglan
frekari frétta af því. - þeb
Mannslát í Hafnarfirði:
Lík fannst í
flæðamálinu
„Jónína, voruð þið ekki hrædd
um að reksturinn færi út um
þúfur?
„Nei, við höfðum trú á því sem við
vorum að gera og það gerðist ekki.“
Jónína S. Lárusdóttir er ásamt Gísla
Sigurðssyni eiginmanni sínum eigandi
Garðheima sem nú fagna tíu ára afmæli.
Í Fréttablaðinu á laugardag sögðu þau
frá því að þegar fyrirtækið var byggt upp
í Mjóddinni hefði ekkert annað verið þar
en móar.
Ófært í Árneshrepp
Ófært er um Bjarnarfjarðarháls og í
Árneshrepp. Að því er kemur fram á
strandir.is verður vegurinn þangað
norður eftir aðeins mokaður einu
sinni í viku fram yfir áramót og síðan
ekki söguna meir fram í seinni hluta
mars. Í Árneshreppi búa nú um
fimmtíu manns.
SAMGÖNGUR
UMHVERFISMÁL Þrjár kærur hafa
borist Umhverfisráðuneytinu vegna
ákvörðunar Skipulagsstofnunar að
ekki skuli fara fram sameiginlegt
mat á umhverfisáhrifum Suðvestur-
línu og tengdra framkvæmda.
Kæra Græna netsins, félags jafn-
aðarmanna um umhverfið, náttúr-
una og framtíðina, byggist á því
að ávinningur af sameiginlegu
mati línulagnar, áformaðs álvers-
rekstrar við Helguvík, virkjana og
fleiri framkvæmda náist ekki með
umhverfismati hverrar og einnar
af þessum framkvæmdum. Réttur
almennings til fullrar upplýsing-
ar og áhrifa vegi þyngra en rök
Skipulagsstofnunar um óhagræði
framkvæmdanna af sameiginlegu
mati.
Náttúruverndarsamtök Íslands
lögðu fram kæru á grundvelli þess
að ekki fengist heildarmynd af
umhverfisáhrifum framkvæmd-
anna við Suðvesturlínu nema þær
væru metnar saman í einu lagi.
Þá segir í kæru Landverndar að
Skipulagsstofnun hafi ekki haft
forsendur fyrir ákvörðuninni, þar
sem ekki hafi verið búið að upplýsa
nema að hluta hvaðan orkan vegna
framkvæmdanna ætti að koma. - hhs
Sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum Suðvesturlínu mun ekki að fara fram:
Þrjár kærur vegna Suðvesturlínu
TENGIVIRKI Fjöldi tengivirkja mun rísa
vegna Suðvesturlínu, sem á að liggja
um tólf sveitarfélög. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ÖRYGGISMÁL „Mér finnst þetta afleitur kostur. Ef af
verður er þetta það alvarlegt mál að ég mun kynna
það ríkisstjórn. Ég vil skoða alla aðra möguleika
áður en gripið verður til þessa ráðs og hef þegar
óskað eftir minnisblaði frá Landhelgisgæslunni um
þetta,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra
um þá hugmynd að fækka þyrlum Landhelgisgæsl-
unnar úr þremur í tvær.
Ragna skipaði í haust þverpólitíska nefnd til
að fara yfir rekstur Landhelgisgæslunnar. Hún
telur að nefndin sé ákjósanlegur vettvangur til
að fara yfir málin, enda skipuð fulltrúum Land-
helgisgæslunnar og þingmönnum úr stjórn og
stjórnarandstöðu.
Landhelgisgæslan þarf að skera niður 300 millj-
ónir króna á næsta ári, um tíu prósent af rekstri
sínum. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæsl-
unnar, sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 í gær að
verið væri að kanna hvar hægt væri að skera niður
og draga úr starfsemi. Fækkun á þyrlum gæslunnar
væri síðasti kosturinn í stöðunni.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru notaðar fyrir
öryggis- og löggæslu og leitar- og björgunarflug.
Ragna segist fyrst og fremst hafa áhyggjur af
öryggi sjófarenda. Þeim áhyggjum deilir Sjómanna-
sambandið með henni, sem leggst alfarið gegn
fækkuninni. - hhs
Dómsmálaráðherra hugnast illa sparnaðarhugmyndir Landhelgisgæslunnar:
Fækkun þyrla afleitur kostur
TF-LÍF Á ÆFINGU Dómsmálaráðherra vill leita allra mögulegra
leiða áður en þyrlum Landhelgisgæslunnar verður fækkað.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
BÓLIVÍUBÚAR KJÓSA Morales er fyrsti
frumbyggi landsins til að verða forseti.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BÓLIVÍA, AP Evo Morales, forseti
Bólivíu, þykir nánast öruggur
með sigur eftir forsetakosningar,
sem haldnar voru í gær.
Fyrir fjórum árum var hann
kosinn forseti, fyrstur frum-
byggja landsins, og nýtur mikilla
vinsælda. Hann hefur notað völd
sín til að gera róttækar breyting-
ar á stöðu fátækra og réttindum
frumbyggja. Um sextíu prósent
íbúa Bólívíu búa við fátækt.
Efnt var til kosninga nú í sam-
ræmi við breytingar á stjórnar-
skrá landsins, sem Morales kom í
gegn fyrr á þessu ári. - gb
Forsetakosningar í Bólivíu:
Morales þykir
nánast öruggur
RÚMENÍA, AP Báðir frambjóðend-
ur seinni umferðar forsetakosn-
inganna í Rúmeníu lýstu yfir sigri
í gær, eftir að kjörstöðum hafði
verið lokað.
Mircea Geoana, fyrrverandi
utanríkisráðherra, var þó með
vinninginn samkvæmt útgöngu-
spám, en Traian Basescu, núver-
andi forseti, var skammt á eftir.
Geoana er leiðtogi Sósíaldemó-
krata, arftaka gamla Kommúnista-
flokksins sem stjórnaði Rúmeníu
í fjóra áratugi. Basescu vann mik-
inn kosningasigur árið 2004, en
vinsældir hans hafa dalað vegna
erfiðs efnahagsástands. - gb
Forsetakosningar í Rúmeníu:
Báðir lýsa sig
sigurvegara
Áfram rætt um Icesave
Icesave-málið verður enn á dagskrá
Alþingis í dag, þegar annarri umræðu
um ríkisábyrgðina verður haldið
áfram. Einnig er á dagskrá þingfundar
breyting á lögum um væntanlega
skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
ALÞINGI
SPURNING DAGSINS