Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 7. desember 2009 13 Þú getur komið með þína gjöf í næsta útibú og við komum henni í réttar hendur. Aðstaða til pökkunar á staðnum. Gjafirnar eru ætlaðar börnum að 18 ára aldri og verður úthlutað innan þess sveitafélags sem þær berast. Gjafasöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar í útibúum okkar um land allt Reykjavík og nágrenni: Háaleitisbraut 58 KirkjusandiKringlunni 4-6 Lækjargötu 12 Suðurlandsbraut 30 Stórhöfða 17 Þarabakka 3 Eiðistorgi 17, Seltjarnarnesi Fjarðargötu 19, Hafnarfirði Garðatorgi 7,Garðabæ Hamraborg 14a, Kópavogi Þverholti 2, Mosfellsbæ Landsbyggðin: Hafnargötu 91, Reykjanesbær Dalbraut 1, Akranesi Hafnarstræti 1, Ísafirði Skipagötu 14, Akureyri Stóragarði 1, Húsavík Miðvangi 1, Egilsstöðum Búðareyri 7, Reyðarfirði Kirkjuvegi 23, Vestmannaeyjum Austurvegi 9, Selfossi Samstarfsverkefni Starfsmannafélags Íslandsbanka, Hjálparstarfs kirkjunnar og Mæðrastyrksnefndar.  MATVÖRUR „Við verslum við íslensk- an landbúnað á meðan gengi krón- unnar er eins og það er og við fáum gott verð á Íslandi,“ segir Ólafur Júlíusson, innkaupastjóri hjá Nóa- túni, spurður um helmings fall sem orðið hefur í magni á innfluttu kjöti frá í fyrra. Ólafur segir að innflutnings- kvótinn fyrir kjöt sé nú notaður á örlítið annan hátt en áður. „Við erum að nota kvótann í það sem hefur vantað, eins og til dæmis svínalundir og einstaka parta í nautinu,“ segir hann. Að sögn Ólafs er afar lítið um innflutta villibráð fyrir þessi jól. „Öll villibráð, eins og dádýr, krón- hirtir og hreindýr, er ekki lengur flutt inn. Ég hugsa að rjúpurnar sem verða fluttar inn frá Skotlandi séu aðeins taldar í fáeinum hundruðum. Þær eru fyrir þá sem geta ekki fengið gefið hjá vinum og ætt- ingjum,“ segir hann. Spurður um hið geysi- dýra Kobe-nautakjöt segir Ólafur kjötið ekki á boðstólum enda enginn að spyrja um það. „Ætli það myndi ekki kosta á bilinu 28 til 30 þúsund krón- ur kílóið.“ Ólafur bendir á að á sama tíma og verðlag í matvöruverslunum hafi almennt hækkað um þrjátíu pró- sent eftir hrunið þá hafi vísitala innlends kjötverðs lækkað um 2,6 prósent. Innlendir framleiðend- ur hafa staðið sig afar vel. „Við erum ekkert að sækjast eftir því að kaupa erlent kjöt ef við þurfum þess ekki. Við erum bara að leita eftir sem bestu og ódýrustu kjöti.“- gar Innkaupastjóri hjá Nóatúni segir litla ásókn í fínt kjöt frá útlöndum í kreppunni: Íslenskt kjöt skákar innfluttu ÓLAFUR JÚLÍSSON Eftirspurn eftir erlendri villibráð og lúxuskjöti er horfin með falli krónunnar, segir innkaupastjóri hjá Nóatúni. VIÐSKIPTI Fimm skuldbindandi boð hafa borist í Steypustöðina. Þeim þremur sem áttu hæstu boðin hefur verið gefinn kostur á að taka áfram þátt í söluferlinu og skoða nánari upplýsingar um starfsemi og fjárhag fyrirtækis- ins. Fyrirtækjaráðgjöf Íslands- banka sér um söluferlið og opnaði tilboðin fimm á miðvikudag. Endan legum tilboðum á að skila 16. desember næstkomandi. Glitnir (nú Íslandsbanki) eign- aðist Steypustöðina við yfirtöku í júlí í fyrra þegar félagið MEST var tekið til gjaldþrotaskipta. Það hafði bæði rekið steypustöð og byggingavöruverslanir víða. - jab Söluferli Steypustöðvarinnar: Þrír fá að skoða bókhaldið DÓMSMÁL Karlmaður á fimm- tugsaldri hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, skil- orðsbundið, fyrir að kýla lögreglu- mann í magann. Lögregla var kölluð í hús í Reykjanesbæ í desember 2008 vegna heimiliserja. Heimilisfólk hafði lokað ófriðarsegginn inni á salerni íbúðarinnar þegar lög- reglumenn komu á vettvang. Þegar hann tók að róast var honum hleypt út. Hann æstist þá aftur. Lögreglumaður steig í veg fyrir hann og kýldi ófriðarseggur- inn hann þá í magann. Lögreglu- menn þurftu að handjárna hann til að fá hann út úr húsinu. - jss Heimiliserjur í Reykjanesbæ: Kýldi lögreglu- mann í magann DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur ákært rúmlega tvítugan mann fyrir að stórslasa annan í andliti með glerglasi. Atvikið átti sér stað í veitinga- salnum Salthúsinu í Grindavík. Árásarmaðurinn sló manninn í andlitið með glerglasi. Fórnarlambið hlaut rof á vinstra auga, tap á augnvef, sjónhimnulos, opið sár á augn- loki og augnsvæði, skurði á gagnauga og skurði og mar á enni. Sá sem fyrir árásinni varð krefur hinn um tæplega 1,8 milljónir króna í skaðabætur. - jss Rúmlega tvítugur ákærður: Stórslasaði mann með glasi VIÐSKIPTI Kreditkortavelta heimila dróst saman um 10,4 prósent frá janúar til október í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkorta- velta jókst hins vegar um 5,5 pró- sent á sama tíma. Samtals dróst innlend greiðslukortavelta heim- ila frá janúar til október 2009 saman um 2,8 prósent, að því er fram kemur í Hagtíðindum. Vísitala neysluverðs án hús- næðis hækkaði um 17,2 prósent, sem þýðir 17,1 prósents raun- lækkun á innlendri greiðslukorta- veltu. Greiðslukortavelta Íslendinga erlendis dróst saman um 22,3 prósent en erlend greiðslukorta- velta hérlendis jókst um 57,1 prósent í janúar til október 2009 miðað við sömu mánuði 2008. Aukin velta erlendra korta: Færri nota greiðslukort HÚSAVÍK Orkukerfi var selt undir mót- mælum minnihluta sveitarstjórnar. SVEITARSTJÓRNIR Fulltrúar minni- hlutans í sveitarstjórn Norður- þings segjast harma sölu á raf- dreifikerfi Orkuveitu Húsavíkur til Rarik og átelja meirihlutann fyrir vinnubrögð við meðferð málsins. „Engin umræða hefur farið fram innan sveitarstjórnar Norður þings um hvort vilji sé fyrir því að einhver hluti Orku- veitunnar sé seldur. Samt sem áður er skrifað undir samninga og frétta sveitarstjórnarfulltrúar það í gegn um fjölmiðla,“ segir í bókun minnihlutans. Meirihlut- inn samþykkti hins vegar söluna til Rarik sem og sölu á sölukerfi OH til Orkusölunnar ehf. ásamt samningi um orkusölu. - gar Minnihlutinn í Norðurþingi: Harmar sölu á dreifikerfi OH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.