Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 07.12.2009, Blaðsíða 20
20 7. desember 2009 MÁNUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Löglegt en siðlaust. Þetta á við um æði margt af því sem leiddi til hruns og kreppu hér á landi. Það á einnig við um þá ókristilegu mismunun sem felst í sérstöðu þjóðkirkjustofnunarinn- ar hér á landi. Pétri Kr. Hafstein forseta kirkjuþings og fyrrverandi hæstaréttardómara er mikið í mun að sýna fram á lögmæti þessa fyrirkomulags í grein 27.11. sl. Þar bregst hann við skrifum mínum í hátíðarriti Fríkirkjunn- ar í Reykjavík. Lögvitringurinn á kirkjuþingi er harður í sérhags- munavörslunni. Hann vill ekki kalla þá ríkisstofnun sem hann tilheyrir „ríkisstofnun“ þrátt fyrir að hátt í tvö hundruð starfs- menn hennar séu á föstum ríkis- launum, njóti réttinda og beri skyldur opinberra starfsmanna samkvæmt lögum og vinni ötul- lega að sínum kjara- og réttinda- málum á þeirri forsendu. Trú- verðugt? Milljarðarnir skulu tilheyra stofnun lögvitringsins, bara hans félagi. Þrátt fyrir mismunun og ótrúverðugleika. „Samninga ber að efna í réttarríki,“ ritar hann. Lögvitringurinn nefnir hvorki Martein Lúter eða Jesú Krist þó þetta mál sé þeim nokkuð skylt. En hvorki Jesú né Lúter voru lögvitringar og hafa þess vegna kannski ekkert vit á öllum þessum lagalega gjörningi. Enda litu Jesú og lögvitringarnir í Nýja testamentinu hlutina aldrei sömu augum. Löglegt en siðlaust Það er gróf sögufölsun að gefa það í skyn að hin lúterska þjóð- kirkja sé þúsund ára gömul. Það sem veldur mesta ranglæt- inu í lagaumgjörð trúmála hér á landi eru hinar svokölluðu kirkju- jarðir og kirkjueignir sem þjóð- kirkjustofnunin telur sig eina eiga. Megnið af þeim auði sem í raun er trúarlegur arfur allra Íslendinga, varð til þegar kaþ- ólskur siður ríkti hér á landi allt til ársins 1550. Víst er að sá auður sem að baki liggur, var oft myndaður með miskunnar- lausri innheimtu og skattpíningu. Greiðendur sem voru allir lands- menn, áttu enga valkosti. Hér ríkti trúarnauðung, enginn komst undan. Í Evrópu var ranglætið svo yfirgengilegt að siðbótar- menn eins og Marteinn Lúter risu upp og mótmæltu. Til varð annar siður, gamla félagið yfirgefið, nýtt félag stofnað. Sjálftaka þjóð- kirkjustofnunarinnar á trúararfi okkar allra blasir nú við. Ég legg til að allir landsmenn fái notið þess trúararfs sem for- mæður og forfeður okkar allra strituðu og blæddu fyrir. Það er í anda Jesú Krists og Marteins Lúters og upplýsts nútíma lýð- ræðis. Pétur Kr. Hafstein forseti kirkjuþings bregst illa við og ritar: „Sá sem yfirgefur félag getur ekki um leið gert kröfu til þess að mega hverfa á brott með hluta af eignum félagsins.“ Þessi orð forseta kirkjuþings dæma sig sjálf. Siðaboðskapur Jesú Krists og allmargar dæmi- sögur og líkingar Nýja testament- isins dæma þessa afstöðu. Það kann að vera löglegt en það er vissulega siðlaust. Forseti kirkjuþings heldur því fram að engin óvissa hafi ríkt um það hvort þjóðkirkjan hafi verið sjálfstæður eignaraðili kirkju- eigna gagnvart ríki. En próf- essor í kirkjusögu við Háskóla Íslands sem einnig brást við skrifum mínum í hátíðarriti Frí- kirkjunnar virðist ekki sammála. Hann ritaði fyrir örfáum dögum: „Fram á 20. öld var það því fram- andi hugsun að einhver kirkju- stofnun eða trúfélag ætti þessar eignir“. Einnig viðurkennir prófessor- inn að: „Það er að sönnu rétt að fjárhagstengsl ríkis og þjóðkirkju eru óþægilega flókin hér á landi.“ Það er til skammar að búa kirkjunni svo flókna og svo ótrú- verðuga umgjörð að hún þoli hvorki samanburð við siðaboð- skap Krists né gegnsæi nútíma samfélags. Það er til skammar að refsa lúterskum fríkirkjum fyrir að taka það nauðsynlega skref sem þjóðkirkjustofnunin hefur ekki haft trú eða djörfung til að taka í 110 ár. Jú, við búum í réttarríki eins og lögvitringur bendir á. En við búum einnig í lýðræðisríki. Skað- legri lagaumgjörð á að breyta, það er okkar skylda og nú er lag á nýju Íslandi! Í hátíðarriti Fríkirkjunnar sem lesa má á www.frikirkjan.is er kallað eftir nýrri umgjörð lífs- skoðana og trúmála í anda heiðar- leika og réttsýni. Allt tal um skyldur og ábyrgð þjóðkirkjunnar umfram önnur trúfélög er ómerkilegur tilbún- ingur, settur fram til að réttlæta hróplega mismunun. Kristnihald á landsbyggðinni á ekki að vera háð miðstýringu frá biskupsstofu í Reykjavík. Söfnuðir ráði sjálfir sína presta og segi þeim upp Til að byrja með mætti Alþingi láta eitthvað af milljörðunum renna tímabundið til sóknar- nefndanna og þær greiði prest- um sínum laun. Síðan kemur í ljós raunveruleg þörf og eftir- spurn. Söfnuðir þjóðkirkjunn- ar og sóknarnefndir þeirra eiga auðvitað sjálf að ráða sína presta, greiða þeim laun og segja þeim upp ef þörf krefur. Þar værum við loks að skapa lúterska, grasrótar umgjörð trú- mála og mörg vandamál leysast. Með því mætti fyrirbyggja vandræðalegar deilur og átök sem þjóðin hefur oft orðið vitni að innan þjóðkirkjunnar svo sem í Keflavík fyrir nokkru og nú á Selfossi. Ný könnun Capacent Gallup leiðir í ljós að um 75% lands- manna eru hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju. Og 70% þeirra sem tilheyra þjóðkirkjunni vilja aðskilnað! Nú er það okkar allra að fylgj- ast með að kirkjustofnunin fari ekki í hundraðasta sinn eftirfar- andi flóttaleiðir: Að gefa það í skyn að íslensk- ur almenningur sé svo fávís og fákunnandi um sín eigin kirkju- mál að hann hafi ekki þekkingu til að tjá sig um þau. Að vísa í nágrannaþjóðir með sín gömlu konungsveldi á bakinu, og segja að þær hafi það enn verr en við, á þessu sviði. Við höfum engar slíkar sögu- legar byrðar. Að þagga nýjar upplýsingar og láta sem aðskilnaðurinn hafi þegar átt sér stað. Jú, milljarðafé hefur verið fært milli stofnana, frá ráðu- neyti upp á Laugaveg, skilgrein- ingum hagrætt og auglýsinga- skiltum breytt. En sá veruleiki sem blasir við frjálsum kristnum trúfélögum er nákvæmlega sá sami og áður. Sérhvert ár fær eitt „sértrúar- félag“ umfram önnur trúfélög, u.þ.b. fimm milljarða króna af almannafé, sturtað í sína sjóði. Mismununin setur allt tal um trúfélagafrelsi – sem eru grundvallarmannréttindi, á svið fáránleikans. Það sem gerir okkur að kristinni þjóð er ekki rekstur milljarðastofnunar sem gengur fram með forræðis- og drottnunarhyggju. Það sem gerir okkur að kristinni þjóð er hjartalag og breytni fólksins. Að einstaklingar og samfélagið í heild gangi fram í heiðarleika, réttlæti og miskunnsemi og hafi siðaboðskap Jesú Krists að leiðar ljósi. Í hugum Íslendinga er einka- væðing trúararfsins jafn óhugs- andi og einkavæðing andrúms- loftsins eða einkavæðing norðurljósanna. Förum nú að haga okkur kristilega. Höfundur er prestur og forstöðu- maður Fríkirkjunnar. Trúverðug kristni? HJÖRTUR MAGNI JÓHANNSSON Í DAG | Trúmál Það er til skammar að búa kirkjunni svo flókna og svo ótrúverðuga umgjörð að hún þoli hvorki samanburð við siðaboðskap Krists né gegnsæi nútíma samfélags. PI PA R\ TB W A S ÍA á einn miða í desember 75.000.000 Þeir sem eiga miða í Happdrætti Háskólans geta átt von á 75 milljóna afmælisvinningi í síðasta útdrætti ársins. Þú getur ennþá verið með! HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Fáðu þér miða á www.hhi.is eða í síma 800 6611 F yrir helgi var dregið í riðla á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, sem fram fer í Suður-Afríku næsta sumar. Talsvert var fjallað um þennan atburð í fréttum og kom þar meðal annars fram að verðlaunafé keppnis- liða hefði verið hækkað verulega. Lét einn af reyndari íþróttafréttamönnum Íslands þess getið að nú væri til mikils að vinna að verða heimsmeistari, þar sem gullið gæfi mun hærri fjárhæð en annað sætið. Fáránleiki þessarar fullyrðingar er augljós. Þegar nýir heims- meistarar verða krýndir hinn 11. júlí næstkomandi munu íbúar sigurlandsins streyma út á göturnar svo milljónum skiptir, en enginn þeirra mun svo mikið sem leiða hugann að ávísuninni frá FIFA. Þátttaka og sigur í vinsælustu íþróttakeppni í heimi snýst um annað og miklu merkilegra en peninga. Auðvitað gerði íþróttafréttamaðurinn óheppni sér grein fyrir þessu. Orðin voru væntanlega sögð í fljótfærni og án þess að hugur fylgdi máli. Þróunin í umfjöllun fjölmiðla um íþróttir hefur hins vegar verið mjög í þá átt á liðnum árum að tönnlast er á því sem snýr að peningum: verðlaunafé, auglýsinga samningum og gróða. Þegar rætt er um einstaklingsgreinar á borð við tennis og golf virðast íþróttafréttamenn telja það skyldu sína að láta þess samvisku samlega getið hversu marga dollara eða evrur sigurvegarar móta fengu í sinn hlut. Heilu og hálfu umræðuþættirnir um knattspyrnu hverfast um samanburð á launum helstu stjarnanna og vinsælustu frjálsíþróttamótin snúast að miklu leyti um hverjir muni hreppa gullstangir að launum. Auðvitað ætti megnið af þessum fjármálaupplýsingum ekki að skipta aðra máli en viðkomandi íþróttamenn og endurskoðendur þeirra. Hin sífellda umfjöllun um peningahliðar íþróttanna er hins vegar birtingarmynd gildismats sem telur allt það fánýtt sem ekki er hægt að græða á. Peningahyggja í íþróttaumfjöllun er ekki bara hvimleið, heldur hreinlega skaðleg. Skilaboðin sem hún sendir ungu fólki eru þau að velgengni í íþróttum sé æskileg, ekki vegna þess að hún skapi vellíðan og ávinni virðingu og aðdáun annarra, heldur geri hún fólki kleift að synda í seðlum. Sú hugmynd að ekkert hafi gildi nema það verði metið til fjár er ótrúlega sterk í hugum margra barna og unglinga. Til dæmis kvartar starfsfólk menningarstofnana á borð við lista- og minja- söfn yfir því að yngri gestirnir þráspyrji um hvað einstakir sýningargripir kosti – án verðmiða séu hlutirnir einfaldlega ekki áhugaverðir. Það gildir um öll svið mannlífsins að það eitt er fréttnæmt sem við ákveðum sjálf að sé fréttnæmt. Í umfjöllun um menningarmál ber til dæmis ekki mikið á peningaumræðunni. Þannig er svikalaust sagt frá því þegar íslenskir söngvarar eða tónlistarfólk kemur fram í helstu óperu- eða tónlistarhúsum án þess að farið sé ofan í saumana á kaupum og kjörum. Gott væri ef sveigja mætti íþróttafréttir í sömu átt. Fréttaflutningur á villigötum: Rangar áherslur STEFÁN PÁLSSON SKRIFAR Hópar fyrir öll tilefni Öll hitamál samfélagsins þessi miss- erin virðast vera skeggrædd á Face- book og um þau eru stofnaðir fjöldamargir hópar. Fjölmiðlar hafa nú tekið upp á því að segja frá stofnun slíkra hópa og fjölda þeirra sem ganga í þá. Þannig hefur það verið reglulegt fréttaefni hversu margir séu meðlimir í hópi sem vill ekki að Alþingi sam- þykki Icesave. Þá hefur verið greint frá því hversu margir hvetja forset- ann til að staðfesta ekki lögin, verði þau samþykkt. Þetta tvennt varð væntanlega til þess að hópur var stofnaður þar sem Alþingi er hvatt til að samþykkja Icesave strax. Frá því varð auðvitað að segja í fjölmiðl- um líka, til að gæta jafnræðis. Facebook í fjölmiðlum En hvorki Facebook-notendur né fjölmiðlar láta þar staðar numið. Nú er til dæmis greint frá því að fjöld- inn allur af fólki hafi skráð sig í hóp gegn afnámi sjómanna- afsláttar, en engar fréttir berast enn af þeim sem eru fylgjandi afnáminu. Svo eru þeir sem vilja að Ríkisútvarpið sýni tónleika Fíladelfíu og þeir sem vilja það ekki. Og svona mætti lengi telja. Facebook á Kanarí Og nú hafa bæst í endalausa flóru Facebook-hópanna hópar fyrir þá 100 Íslendinga sem fóru frítt til Kanaríeyja á dögunum. Íslending- arnir verða jú að halda þar hópinn, deila myndum og endurupplifa gleði sína með skipulagningu endurfunda, nú þegar þeir hafa snúið aftur í skammdegið á Íslandi. Þó að verkefnið heiti „Say No to Winter Blues“ virðist það hafa haft öfug áhrif og einmitt hafa valdið blús hjá ferðalöngunum, sem skrifa nú sín á milli um söknuðinn eftir hitanum og lúxusnum á Kanarí. thorunn@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.